Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 45
BÚNAÐARRIT
41
potta, og kostar, að farmgjaldi meðtöldu, um 35 kr.
Pottinn er hægt að hafa í móttökuherberginu og setja
í samband við múrsteinsreykháf, eða 6—7 þuml. víða
leirpípu. Betra er þó að hafa 3—4 fetin neðstu úr
steini.
Steinþrór, til að láta smjörið liggja í millum hnoð-
ana, eru nú komnar í mörgum búunum, og eru þær
ágætar, sé þeim haldið vel hreinum, kalkaðar daglega að
loknu starfi.
Þá hefir mjólkurskálinn á Torfastöðum verið endur-
reistur, og er nú eins góður og nýjustu skálarnir.
í þessari ferð heimsótti eg í fyrsta sinn mjólkur-
búin á Hofsá og Baugstöðum og gladdi það mig að sjá,
að báðii þeir skálar eru bjartir og rúmgóðir. í sam-
bandi við Hofsár-mjólkurskálann er bygt samkomuhús,
þar sem smjörkvartjelin eru slegin saman og geymd.
Þetta er til stórbóta, því mjög óvíða fæst eins gott pláss
til þess á bæjum kringum búin.
Þá vil eg minnast á kalkning mjólkurskálanna, sem
eg oft áður hefi rekið augun í. Kalkningin á skál-
unum er víða mjög ábótavant; í hornunum sór í bert
tréð o. s. frv. Skálana á að kalka alla að innan á
hverju vori, það borgar sig. í fyrsta lagi lítur það
mikið betur út, í öðru lagi fúnar tréð ekki svo fljótt
sem ella, og í þriðja lagi verður loftið og birtan í skál-
anum miklu betri. — í sambandi við þetta finn eg á-
stæðu til að minna á, að það er óhyggilegt af mjólkur-
búunum að kaupa kalkið slökt í staðinn fyrir að kaupa
það óslökt. Úr hverju pundi af óslöktu kalki fást 3 pd.
af slöktu kalki. Auðsætt er, að engin meining er í að
kaupa 2 pd. af vatni með hverju kalkpundi, og borga
svo undir það langa ieið. Þegar að kalkið er keypt ó-
slökt, verða menn að gæta þess, að það vökni ekki á
leiðinni, því fari svo, getur auðveldlega kviknað í öllu
saman. Bezt er |>vi að kaupa heilri tunnu í einu, og