Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 48
44
BÚNAÐARRIT
fundi 26. ágúst. Prá ísafirði hélt eg vestur, kring um
Önundarfjörð og Dýrafjörð og vax á fundi á Þingeyri 1.
september. Úr Dýrafixðinum fór eg suður að Rafnseyri,
og svo kringum Arnarfjörð og út með honum að sunn-
an, út í Selárdal. Þaðan fór eg vestur á Rauðasand, kring-
um Talknafjörð og Patreksfjörð. Af Rauðasandi fór eg
austur Barðastrandasýslu endilanga, var í Kinnastaðarétt
19. september og skaut á fundi um kveldið í Berufirði.
í Króksfjarðarnesi hélt eg fund 21. s. m., og fór þaðan
austur í Dalasýslu, hélt fund í Saurbænum 23. sept., og
var á búfjársýningu á Skerðingsstöðum í Ilvammssveit
26. s. m. Úr Hvammssveitinni fór eg suður í Borgar-
fjörð, og sjóveg úr Borgarnesi til Reykjavikur, og kom
þar 3. október.
Ritstörf hafa verið með mesta móti. Bréfaskriftir
nokkuð meiri en að undanförnu, og svo hefi eg ritað
rúmar 6 arkir í Irey, og nokkuð í Búnaðarritið og blöð
Frá eftirlitskennslunni er skýrt í seinasta hefti Bún-
aðarritsins. Hún stóð yfir í rúmar 7 vikur og kendi eg
þar sem svarar 14 stundum á viku.
Sýningar voru nokkuð færri á árinu en árið áður,
og var það vegna vorkuldanna. Þeirra vegna var á 2
eða 3 stöðum á landinu hætt við að halda sýningar. Hreppa-
sýningar voru alls haldnar 11 á árinu. Þar af voiu fjór-
ar á Suðurlandi, ein fyrir Höigslands- og Kirkjubæjar-
hreppa og önnur fyrir Mýrdalinn. Hinar tvær hafa
þegar veiáð nefndar; Á Vesturlandi var ein haldin (á
Skerðingsstöðum í Dalasýslu) og 3 á Norðurlandi, — ein
fyrir Seiluhrepp í Skagafirði, önnur fyrir Hörgárdal í Eyja-
fjarðarsýslu og þriðja í Bárðardal. Á Austurlandi voru
haldnar þrjár sýningar, í Vopnafirði, í Breiðdal og
Nesjum.
Héraðssýning — sýning á groðfoium og griðungum
fyrir stærra svæði — var haldin í fyrsta sinn, fyrir Árnes-
Og Rangárvallasýslur, Prá þeirri sýningu hefi eg skýrt í