Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 49
BIJNaÐaRRIT
45
seinasta hefti Búnaöarritsins, Yæntanlega fer þeira sýn-
ingum að fjölga. Þær munu reynast einna öflugasta
meðalið til að vekja samkeppni, og halda í beztu kyn-
bótanautin og kynbótafolana, og með því er mikið fengið.
Hreppasýningarnar eru jafn nauðsynlegar fyrir því, eigi
minni þörfin á að hugsa um móðurdýrin en karldýrin,
og svo er ekki hægt að koma við að sýna sauðfé á
héraðssýningum.
Tvö nautgripafélög hafa bæzt við á árinu, svo nú í
árslokin voru þau 19 talsins. Sum af þeim eldri hafa
fært út kvíarnar, og 7 eða 8 félög hafa eftirlitsmenn í
vetur. Skýrslunum frá sumum félögunum er þó mjög
ábótavant, og góðar verða þær ekki fyr en öll félög hafa
íengið eftirlitsmenn. Tá er nautahaldið miklum og margs-
konar erfiðleikum bundið. Yfirleitt eru nautin of ung,
sjaldnast látin verða eldri en 3vetur, og í mörgum fé-
lcgum er alt of lítið gert til að fá verulega kyngóð naut.
Allir þessir agnúar eru þó að smá lagast.
Hrossaræktarfélögin bæði halda áfram og fékk hrossa-
ræktarfélag Austur-Landeyinga nekkurn styrk frá Lands-
búnaðarfélaginu, í fyrsta sinn. Á tveim stöðum á lands-
inu er mér kunnugt um að graðhestar voru hafðir í
haldi í vor sem leið, og hryssur leiddar undir þá. Það
gekk mjög vel á báðum stöðunum. Vonandi fara fleiri
að taka það eftir. Á Héraði er stofnun hrossaræktarfé-
lags í undirbúningi, og Skagafirðingar eru að undirbúa
sýslusamþykt um takmörkun hrossafjöldans, og koma
sér niður á tillögum um kynbætur hrossa.
Sauðfjárræktarbúin eru fjögur, eins og 1905, ekkert
nýtt bæzt við á árinu, en á Vesturlandi er eitt í undir-
búningi. Sauðfjárkynbótabúið á Fjalli varð fyrir því ó-
happi, að bráðapestin gerði þar óvenjulega mikið vart
við sig haustið 1905, drap meðal annars talsvert af dilk-
um og urðu því kynbótahrútarnir, sem hægt er að selja
í haust, miklu færri en haust'ið áður. Þá virðist fjár-
geýmslan á sauðfjárræktarbúí Suður-Þmgeyingá hafa að