Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 52
48 BÚNAÐARRIÍ
áætlun um kostnaðinn við að koma á þessari vatns-
veitingu.
Skýrsla frá verkfræðing Talbitzer um þessar mæl-
ingar, og áætlun um kostnaðinn, verður væntanlega síð-
ar birt í Búnaðarritinu.
Meðan eg dvaldi við mælingarnar í Flóanum, var
haldin héraðssýning við Þjórsárbrú, 14. júlí. Forstöðu-
nefnd sýningarinnar hafði með bréfi, dags. 12. júní til-
kynt mér, að eg væri skipaður í dómnefnd, að því er
naut snerti, ásamt þeim Vigfúsi Guðmundssyni í Haga
og Þorsteini Thorarensen á Móeiðarhvoli, Eg var á
sýningunni og tók þátt í dómnefndarstariinu.
Þegar mælingunum í Flóanum og á Skeiðunum var
lokið, fór Thalbitzer og eg austur á Rangárvöllu, eftir
beiðni sýslumannsins þar, Einars Benediktssonar, til þess
að athuga, hvort tiltækilegt mundi að ná Eystri Rangá
yfir sandana á Rangárvöllum. Verkfræðingurinn gerði
engar hallamælingar, því tíminn var naumur hjá honum,
og öll mælingaverkfærin send ti) Reykjavíkur. — En
hann ráðlagði, að þetta væri mælt og athugað betur, og
bauðst svo til að gera áætlun yfir kostnaðinn.
Af Rangárvöllunum fórum við svo niður í Landeyj-
ar að skoða Fróðholtsós, og þaðan til Reykjavíkur; kom-
um þangað 22. ágúst.
Eltir beiðni sýslumannsins í Rangárvallasýslu, fól
Búnaðarfélagið mér svo að gera hallamælingar og yfir
höfuð rannsaka, hvort auðið mundi að ná Eystri-Rangá
upp og leiða hana niður á sandana ofantil á Rangárvöll-
um. Eg lagði á stað 1. sept. og kom aftur 12. s. m.
Mælingarnar framkvæmdi eg og var við þær í 5 daga.
Sendi síðan Thalbitzer afrit af þeim, og hefir hann þeg-
ar gert áætlun um kostnaðinn, og nemur hann als
8000 kr.
í þessari ferð fór eg niður i Landeyjar til að leið-
beina með stýflugerð í Fljótsveginn í Vestur-Landeyjum.