Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 54
50 BÚNAÐARRIT
fet á breidd að neban og 4 fet að ofan. Kostnaöur áætlaður
rúm 8000 kr.
4. Áveitu á Víðirinn í Mosfellslandi í Mosfellssveit,
og ennfremur mælt fyrir þurkunar-skurði og girð-
ingu um túnið. Aðfærsluskurðurinn þarf að vera 400
faðmar, og 6—7 fet að ofan. Aðrir skurðir áætlaðir
350 faðmar, og girðing um tún 650 faðmar, auk 100
faðma girðingu fyrir engjum. — Áveitusvæðið n.álægt 150
dagsl. Kostnaður alls 950 kr.
Smjörbúin voru hin sömu og í fyrra, 34 alls. Auk
þess komst á fót smjörverlcunarfélag í Þykkvabænum í
Rangárvallasýslu þannig lagað, að fólagsmenn strokkuðu
heima hver hjá sér, og fluttu svo smjörið af strokknum
á ákveðinn stað. Þar var það saltað og hnoðað og látið
niður í ílát. Smjörið var alt selt innanlands fyrir 70
aura pundið, flutt út fyrir Þjórsá. Þetta félag framleiddi
nálægt 3000 pd. af smjöri. — Næsta sumar hafa þeir
gert samning um sölu á smjörinu í Reykjavík fyrir 80
aura pundið, þangað flutt.
Ákveðið hafði verið að stofna 2 ný smjörbú í vor
sem leið, annað í Staðarsveitinni í Snæfellsnessýslu, en
hitt í Staðarhreppi í Skagafjarðarsýslu. En vegna ótíð-
arinnar síðastliðið vor, var frestað að setja búin á fót.
Eftirlitskensla fór fram frá 15. febr. til 7. apríl.
Kenslunnar nutu 6 piltar. Kendi eg þar fóðurfræði 5
stundir á viku, og auk þess fltumæling og mjaltir.
Mjaltir kendi eg og einnig námsmeyjum Hússtjórn-
arskólans, 2 námsskeið, og nutu kenslunnar 6 stúlkur.
Á fundum hefi eg verið 9 alls, og haldið fyrirlestra
á þeim öllum. Fyrirlestrarnir hafa verið um túnrækt og
áburð, samvinnufólagsskap, meðferð mjólkur o. s. frv.
Eáðningaskrifstofa Búnaðarfólagsins var auglýst,
en því miður notuðu hana fáir vinnuþiggjendur. Eftir
ályktun félagsins annaðist eg um þetta starf írá 1. jan.
og fram í maí. Á þeim tíma komu 98 beiðnir, bróf-
legár og munnlegar um útvegun á verkafólki, 150 alls.