Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 57
BÚNAÐARRIT
53
fólagsdeild 1 fyrra.“ Hann segir einnig [um 63 tn. er
sendar voru með merkinu: GE/BP að kjötið hafi verið
“skítugt og illa meðfarið."
Yfirleitt má segja að góður frágangur hafl verið á
því kjöti er seldist um eða yfir 60 kv. tunnan, en meiri
og minni gaiiar á, ef tunnan seldist á 57 kr. eða þar
fyrir neðan, nema þá ef um verulegt rýrðarkjöt væri
að ræða.
Almennast er að meðferð kjötsins sé farin að batna,
og álit á íslenzku saltkjöti að aukast, er hefir haft hækk-
andi áhrif á alt það kjöt, er selt hefir verið fyrirfram.
Þó mun S. J. geta selt tunnuna 5—8 krónur yfir vana-
verð af því kjöti, er hann selur sem nr. 1 til þeirra, sem
hafa reynt það kjöt áður.
Á síðast liðnu sumri sagði S. J. mér, að ef íslenzka
saltkjötið væri alt eins og hið bezta, er honum hefir
verið sent og flokkun áreiðanleg, þá mætti senda það
beint til kaupendanna, í stað þess að nú er það rann-
sakað og flokkað niður áður en það er selt. En þetta
veldur á ýmsan hátt mikJum aukakostnaði. S. J. áleit,
að ef nauðsynlegt Jag kæmist á meðferð kjötsins ög sölu
þess, þá ætti vanalegast verð á islenzku saltkjöti að
minsta kosti að verða 60—70 kr. fyrir tunnuna.
Þess skal getið að S. J. hefir sent íslenzkt kjöt í
aflar áttir til sölu. Hefir hann flokkað það sjálfur og
ætíð látið það fylgja, að ef ifla gengi með söluna mættu
saiarnir senda kjötið tíl baka á kostnað hans sjálfs. En
enga tunnu hefir hann fengið endursenda, en pantanir
laugt yfir það, er hann hefir fengið af velverkuðu og
góðu kjöti frá íslandi.
Það er verulegt umhugsunarefni að vinda bráðan
bug að því að koma þessu máli í rétt horf, því að lítill
vafi mun á því að fyrirfarandi hafi Jandið skaðast árlega
náJægt 250,000 krónur á því hve meðferðin á kjötinu
hefir verið slæm og verzlun miður heppileg. En eina
ráðið, sem dugir til fulls eru góð sláturhús, er stjórnað