Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 79
BÚNAÐARRIT
75
tillit til þess, sem bezt hafbi reynst áður hér á landi. Sam-
anburðarreitir voru hafðir þrír, 9 ferfaðmar að stærð hver.
11. júni var sáð höfrum í tilraunareitina, kornið
herfað niður með þétttinduðu herfi .og léttur valtari
dreginn yfir á eftir.
12. júní voru afmarkaðir 25 □ faðm. stórir reitir
fyrir húsdýra-áburð. Á hvern reit voru borin á jafn-
mörg pund af hverri áburðartegund fyrir sig og herfað
niður í moldina. Þá var enn sáð á lítið stykki höfrum,
byggi og bókhveiti og tiibúinn áburður boiánn á. Bók-
hveitið dó að mestu í vor og sumarkuldanum, enda þol-
ir það mjög ílla frost.. Hafrar og bygg döfnuðu allvel.
Nokkrum kartöflu-afbrygðum og fáeinum tegundum
af fóðurrófnafræi, sem bezt hafði reynst í gróðrarstöð-
inni á Akureyri, var sáð heima í garði þar sem jarð-
vegur var betur undirbúinn. Kartöflurnar misheppnuð-
ust algerlega, svo ekki fékkst teijandi útsæði.
Rófurnar spruttu sumar allvel, þrátt fyrir afar vonda
legu garðsins (hallast á móti norðri).
Ég álít óþarfi að skýra nánar frá þessum smábyrj-
unar tilraunum, þar eð eg áiít þær þýðingarlausar fyr-
ir aimenning, sem ekkert getur iært af þeim. Þó vil eg
geta þess að það kom bersýnilega í ljós, að þar sem til-
búinn áburður var borinn á, spratt ekkert betur en þar
sem engmn áburður var borinn á, ef fosfórsýru vantaði,
þótt nóg væri borið á af hinum aðalnæringarefnum jurt-
anna: köfnunarefni, kalí og kalki.
Einnig má geta þess, að þar sem kúamykja var bor-
in á, spratt byggið lang bezt, sem vonlegt var, eða 22
200 punda hestar af dagsl.
Sauða- og hestataðið var undan skepnum, sem lifðu
töluvert á útigangi og höfðu fráleitt meir en viðhalds-
fóður, en áburðargæðin standa að mestu leyti 1 beinum
hlutföllum við fóðurgæðin, sé ekki tekið tillit til dýra-
tegunda og tilhvers þær er'u notaðar.
I gróðrarstöðinpi var a]]s sáð í 529 ferfaðma. Slegið