Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 80
76
BÚNAÐARRIT
9. sept. 29. júní kom eg heim úr vorferð minni frá sýn-
ingum o. fl. Hafði eg þá keypt 2 plóghesta fyrir Sam-
bandið. Réði eg því strax plægingarnema, Pétur Sig-
urðsson á Hjartavstöðum og byrjuðum við þá að plægja
í gróðrarstöðinni.
Alls voru plægðir í sumar 5050 ferfaðmar og þar
af tvíplægt 2740 □ faðm. Eru þá nú plægðar tæpar
7 vallardagsiáttur er hafa verið hervaðar með diskherfi,
utan 1450 □ faðm.
í haust var byrjað á skurði, er gera þarf yfir þvera
gróðrarstöðina. Einnig var tekið upp grjót; á að festa
járnstólpa girðingarinnar í þá.
Á næsta sumri hafði eg ætlað mér að girða gróðr-
arstöðina, með gaddavírsgirðing. Verður hún 6 þætt
42" á hæð, stólpar og stífur alt úr járni fest í örugga
steina, grafna í jörð niður, svo að eins standi 1—2" upp-
úr. Skurðinn verður að fullgera og loka honum. Einn-
ig þarf töluvert að jafna til með hestareku og ýmislegt
fleira að gera.
Á næsta vori má sá í c: 5 vallardagsl. í 700
ferfaðm. ætla eg rófur og kartöflur, nokkur afbrygði er
bezt hafa reynst hér á Hóraði og í tilraunastöðvunum.
Á 500 ferfaðm., sem í fyrra voru plægðir og herfaðir,
en ekki sáð í, vil eg gera samskonar áburðartilraunir og
í fyrra og auk þess reyna hvaða grænfóðurtegund þrífst
bezt í flögum, sem verið er að rækta. Þá verður sáð í
2 dagsl. byggi, 1 höfrum og í xj^ dagsl. rúgi, helming í
vor og helmiug seinna að sumri, sem verður látinn standa
næsta vetur, vetrarrúgur.
Gróðrarstöðin á nú töluvert af nýjustu og fullkomn-
ustu jarðyrkjuáhöldum, þar á meðal 2 ágæta plóga
Allerup og Aadalsplóg, diskherfl, hawardsherfi, lappaherfi,
fjaðraherfi o. m. fl. í vor fær hún hestgref, verða þá
rófur og kartöflur hreinsaðar með hestkrafti og ágætum
verkfærum og í höndunum á herra Stefáni Baldvinssyni,
sem verður umsjónarmaður og starfsmaður i gróðrar-