Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 83
BÚNAÐARRIT
79
fræðisþekkingunni á það stig, sem hún er á nú. Landið
er nefnilega stórt og erfltt yfirferðar, fáeinir menn
hafa unnið að rannsóknunum og fjárstyrkur hefir verið
af skornum skamti. Það er því allra þakka vert hve
langt grasaþekkingin hefir komist áleiðis, og það í sjálfu
sór ætti að vera nægileg hvöt til þess að hrinda henni
iengra á leið. Eg efast reyndar ekki um að grasafræðis-
rannsóknum verði haldið áfram, og eg er viss um að
menn komast á þá skoðun áður en langt líður, að reglu-
bundnar rannsóknir eru nauðsynlegar til . þess að ná
markinu, eða fuliri þekkingu á lífi og eðli íslenzkra jurta-
tegunda. Ýmsar leiðir liggja að þessu marki, en gras-
garðurinn er styzta, greiðfærasta og bezta leiðin, og skal
þvi drepið á hvernig eg hefi hugsað mór, að hann ætti
að vera.
í garðinum eiga fyrst og fremst að vaxa allar hin-
ar algengu íslenzku jurtir og ef unt væri allar þær teg-
undir, sem hafa fundist eða kunna að finnast hór á landi.
Sennilega. verður þó að iáta sór nægja algengu tegund-
irnar, enda eru þær og þýðingarmestar. Þegar garðstæði
er fengið liggur fyrst fyiir að safna jurt.unum saman.
Er það allmikið starf því safna verður jurtunum út um
hagann, og verður þá að taka sumar upp með rótum
og flytja í garðinn, en safna fræi af öðrum. Úr fjarlæg-
um héruðum verður allerfitt að ná jurtum, sem ekki
bera þroskuð aldini, en með tíð og tíma tekst það alt
saman. Þegar í garðinn er komið eru jurtirnar settar
á sinn stað. Þeim tegundum er skipað saman, sem
krefjast líkrar moldar. Þó er skipað niður eftir skyld-
leika tegundanna eftir því sem verður. Aðaláherzluna
ber þó að leggja á hið fyrtalda og æskilegast væri
að geta sýnt samlíf eða félagsskap tegundanna, en ekki
mun því verða viðkomið að sinni, því til þess þyrfti
garðurinn að vera afarstór. Þegar búið er að setja
plönturnar niður i garðinn ríður á að gæta sem bezt að
öliu. Nöfn tegundar, afbrigðis, kynungs o. s. frv. eru