Búnaðarrit - 01.01.1907, Side 85
BÖNAÐARRIT
81
Þetta er kallað fjölbreytni, er eínni tegund má skifta í
xnargar minni „einingar." Breytileiki tegundanna er
mjög misjafn. Sumar tegundir eru afar-breytilegar, en
sumar mjög lítið breytilegar.
En hvers vegna er þá nauðsynlegt að vera að rann-
saka breytileik tegundanna og reyna að komast eftir í
hvaða átt hann stefnir?
Frá vísindanna sjónarmiði er rannsókn þessi afar-
meikileg, því að hún eykur þekkingu vora á eðlijurtanna
og skýrir innbyrðis afstöðu tegundanna. Frá nytsemdar
sjónarmiði er rannsókn þessi ekki minna verð, því að sú
alda gengur nú yflr allan heim, að reyna af öllum
mætti að beina vexti nytjaveranna í þá átt, að nytsömu
eiginleikarnir aukist og verði sem arðmestir. En só um
það að ræða er auðskilið, að fyrsta stigið er að þekkja
sjálfan breytileikann og fá vitneskju um hverjar tegund-
ir eru breytilegar og hverjar ekki. Lítið breytilegar
tegundir eru miður heppilegar til að ná markinu, því að
þa.r næst venjulegast ekki meira en það, sem gott fóð-
ur og góð hirðing getur valdið. Öðru máli er að gegna
með tilliti til fjölbreyttu tegundanna. Þar er um marg-
ar smáeiningar, smátegundir, afbrigði, kynunga að ræða,
sem eru ólikir innbyrðis með tilliti til ákveðinna ein-
kenna. Oft geta sjálf nytjaeinkermin skift tegundinni í
smærri einingar, eftir því hvort þau eru á háu eða lágu
stigi, og þær tegundir gefa einna beztar vonir um að
auðið sé að nálgast markið, nefnilega að auka og bæta
nytjaeinkennin. Þótt nú ekki náist meira en að sýna
fram á hvert afbrigðið (smátegundin, kynungurinn) sé
bezt, þá er þó sannarlega ekki unnið fyrir gýg. Af þessu
geta allir skilið, að rannsókn þessi er afarnauðsynleg, og
það einmitt frá nytsemdarinnar sjónarmiði.
Eg býst nú jafnvel við að sumir kunni að segja som
svo, að íslendingar geti ekki sint þessháttar störfum, og
bezt sé að láta mentaþjóðirnar þar einar um hituna, en
eg vona að þeir verði fáir, enda er þeim auðsvarað.
6