Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 86
82
BÚNAÐARRlT
Að þvi er þessar rannsóknir snertir, starfa nefnilega aðrar
þjóðir mest að sínum eigin gróðri í sínu eigin loftslagi,
og engin önnur þjóð fæst við rannsókn á hinum herkju-
mikla kuldaloftsgróðri vors lands. Það liggur í hlutar-
ins eðli að vér hljótum sjálfir að framkvæma þá rann-
sókn, aðrar þjóðir gera það ekki.
Yér höfum áður sýnt fram á að rannsóknin er nauð-
synleg, enda er það auðskilið, að eitt af því fyrsta sem
vér þurfum að gera, er að vita hvað vér eigum og hvers
virði það er, eða með öðrum orðum að rannsaka gróður
landsins og fá vitneskjii um hvers af honum má vænta.
Grasgarðurinn á nú að greiða öll þessi mál, og eftir því
sem eg hefi hugsað mér fyrirkomulagið, á hann að geta
borið höfuðið hátt hvort sem hann snýr sór til vísind-
anna eða nytsemdarinnar. Garðurinn mundi og verða
oss til hins mesta sóma, og vart munum vér vera orðn-
ir þeir ættlerar, að oss lysti ekki að leita frægðar og
frama.
Það er talið Dönum til sæmdar, að þeir hafa sett á
stofn grasgarð á eynni Disko við vesturströnd Græn-
lands. Það er hinn nyrzti grasgarður á jörðunni. Garð-
urinn verður Grænlandi eflaust til góðs, og frá vísind-
anna sjónarmiði er hann hinn merkilegasti. Látum oss
ekki standa að baki Grænlendingum.
Þá skal ennfremur drepið á ennþá eitt hlutverk
grasgarðsins. Hann á nefnilega lika að vera kenslu-
garður, og hugsa eg mór helzt að ákveðið svæði í garð-
inum væri valið til þess. Þar ætti að gróðursetja ýms-
ar plöntur útlendar og innlendar eftir þörfum skólanna,
að svo miklu leyti sem við yrði komið. Eg þarf ekki
að eyða orðum að því .hve nauðsynlegt er að koma á
fót kenslugarði, því eg þykist þess fullviss að grasa-
fræðiskennararnir hafi saknað hans, og það er jafnvel
furða að grasafræði skuli hafa verið kend hér í mörg
ár, og engum skuli hafa dottið í hug að koma upp garð-
holu. Eigi kenslan að vera í nokkru lagi, verða skól-