Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 87
búnaðarrit
83
arnir að styðjast við kenslugarð. Svo margir skólar
eru hér í Reykjavík, sem ættu að nota kenslugarð, að
kenslumálastjórnin ætti að sjá sér fært að verja tals-
verðu fó til hans. Þar að auki má og teija mjög lík-
legt að hér komist á bókleg bánaðarkensla áður en
langt um liður —í þá átt benda að minsta kosti afdrif
búnaðarskólanna — og þá væri kenslugarður alveg ó-
hjákvæmilegur.
Grasgarðurinn á auðvitað að vera í Reykjavík, og
hann mundi verða hér hin mesta bæjarprýði, og ekki
verður heldur annað sagt enn full þörf sé á því, því að
ekki er einn einasti blómgarður í bænum, er só al-
menningseign. Þegar á alt er litið mætti ef til vill bú-
ast við að Reykjavikurbær vildi láta af höndum gott
garðstæði kaupiaust gegn því t. a. m. að garðurinn væri
opinn fyrir almenning á ákveðnum tímum, þegar hann
færi að komast í lag. Færi svo ætti að sníða ákveðið
svæði af garðinum þar eftir, og gróðursetja þar tré og
runna og iáta skrautlituð blómbeð og grænar grasreinar
skiftast á, svo að bæjarmenn hefðu yndi af að dvelja í
garðinum.
Eg tel það mjög líklegt, að allflestir muni verða
mér sammála um, að hin mesta nauðsyn sé á gras-
garði hér í Reykjavík, en búast mætti við, að mörgum
hverjúm yrði á að segja að vér hefðum í mörg horn
að líta og úr litlu að moða þegar til peninganna kæmi,
og er það að vísu satt. En þegar um margs konar
framkvæmdir er að ræða, er réttast að skipa þeirn í
flokka, eftir því hve mikilvægar þær eru. Hinar mikil-
vægustu yrðu þá í 1. flokki, og þann flokkinn á auðvitað
að meta mest. Enginn efi er á því, að grasgarðurinn
ætti að teijast til 1. flokksins, því að hann yrði einn
af hyrningarsteinum jarðræktarinnar, og þar að auki
öflug mentunarstoð eins og bent var á hér að framan,
og þegar um þess háttar fyrirtæki er að ræða, þá á