Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 88
84
BÚNAÐARRIT
auðvitað að framkvæma þau hvað sem buddunni líður,
og útvega féð ef það skyldi vanta. Það er miklu af-
farasælla og meiri heill fyrir land og lýð að nauðsynleg
verk séu framkvæmd, sem eitthvert framtak er í, þótt
féð væri leigt, heldur en að fylla fjárhyrzlurnar með
gulli og framkvæma ekki neitt. Það er því rangt að
vera ávalt að tönglast á fátæktinni þegar um nauðsyn-
leg störf er að ræða; störfin þarf að framkvæma hvað
sem fátæktinni liður og einmitt til þess að hnekkja
henni, en hitt er annað mál, að sníða skal sér stakk
eftir vexti, er til framkvæmdanna kemur.
Eigi er þó svo að skilja, að hér sé um nein stór
útgjöld að ræða, er þurfi að hleypa landi og lýð í skuld-
ir, og fjármálahugleiðingarnar miða ekki til annars en
að benna á, að ekki má berja við fjárskorti er um svo
nytsöm fyrirtæki er að ræða.
Þegar til kostnaðarins kemur er auðvitað Ivenns að
gæta, nefnilega hve mikill stofnunarkostnaðurinn er, og
hve mikið garðurinn kostar árlega, og hvorttveggja verð-
ur að miða við efni vor og ástæður. Setjum svo að
garðurinn væri á svipaðii stærð og Aldamótagarðurinn
og eunfremur að bærinn léti í té garðstæði að kostnað-
arlausu (t. a. m. Aldamótagarðinn) þá mundu fara um
4000 kr. til þess að koma jörðinni í rækt og um 1000
kr. til girðingar og verkfæra, eftir því, sem Einar
Helgason segir mér, en hann þekkir allra manna bezt
hve kostnaðarsamt er að koma rækt í óræktarjörðina
hér í Reykjavík. Stofnunarkostnaðurinn yrði þá ails hér
um bil 5000 kr. Með tilliti til hins árlega kostnaðar
skal þess getið, að garðurinn þarf að hafa grasafræðing
og garðyrkjumann í þjónustu sínni, en þóknun til þeirra
sé eg mér ekki fært að ákveða. Þar að auki mundi
þurfa hér um bil 3000 kr. árlega til að launa verka-
mönnum, til viðhalds verkfæra o. s. frv.