Búnaðarrit - 01.01.1907, Side 90
86
BÚNAÐARRIT
hvað þroskunarstig og afbrigði snertir; mun eg aftar í
skýrslunni skýra frá hinum sérstöku afbrigðum sem fyrir
finnast á svæðinu, en fer fyrst nokkrum orðum um féð
í hverri sýslu.
Eyjafjarðarsýsla. Þar skoðaði eg fó á 40 bæjum
og fór um fjörðinn fram, Kræklingahh, Hörgárdai, út
Árskógsstr. og Svarvaðardal. í þessari sýslu hafði eg
forvitni á að sjá óblandað gamal-eyfirzkt kyn eins og
það gerðist fyrir 30—40 árum, en því var ekki að fagna
nemalítillega í Svarvaðardal. Eftir því fó að dæma og
eftir sögu þeirra manna er það kyn þektu fyrir 30 ár-
um, hafa einkenni þess verið: langt og grant beinalag
og ósamræmi í sköpulagi, hryggur kryppuvaxinn og sterk-
ur, brjóstholið stutt og þröngt, ullin stutt og á mörgu
gróf; andlitslitir: svardropótt, hvítt og guit,. Á síðast
liðnum 30 árum hafa Eyfirðingar kepst við að bianda
fjárkyn sitt með þingeysku fé, og hafa nú fengið meira
samræmi í vaxtarlagið, og kynblendingarnir urðu vænni
í fyrstu liðum til kjöts og einkum mörs. En nú iðrast
margir eftir að hafa byrjað á þessari kynblöndun, því
við hana hefir tapast mikið af harðfengi og hreysti
fjárins, ullin er orðin of fín, hryggurinn er slakur, ogfóð
brestur dug til þess að bera sig um hið snögga bratt-
lendi, og næra sig og safna kjöti svo að í því lagi sé,
sem vænta má. Þetta óblandaða kynferði í Svarvaðar-
dal var hjá Hallgr. Halldórss. á Melum og Árna Runólfs-
syni á Atlastöðum. Árni kvað sitt fó mjólka mikið (60
pt. ærin) og má það vera, því ekki hafði það útlit fyrir
að safna góðu kjöti þótt það væri stórt. Það er kynjað
úr Fljótum og annað afbrygði enn á Melum. Féð í þess-
ari sýslu sem öðrum er auðvitað mismunandi vænt og
hraust; menn eru svo misjafnlega snjallir að velja og
fara með, en það verður alt of langt mál, að skýra sér-
staklega frá fé á hverju býii. En þess má þó geta um
féð á möðruvóllum í Hörgárdal að það hefir all-glögt
kynbragð, fremur frítt og vænlegt til kjötsöfnunar, og að