Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 92
88
BÚNAÐARRIT
tvær ær grákolóttar, dásamlega falleg önnur. I Skaga-
fhði kvörtuðu menn mest yflr lungnaveiki í fénu sem
kvað orsakast af riki (flóðmóðu) í heyjum. Eg sá í heyj-
unum þar mesta aragrúa af allskonar lifandi pöddum.
Húnavatnssýda. Þar skoðaði eg fó á 40 bæjum
og fór um dalina alia og þingið. Eftir að skorið var
fyrir seinni fjárkláðann í þessari sýslu veturinn 1857—’8
íóru Húnvetningar austur og vestur að fá sér fé í skarð-
ið; þá fengu þeir 400 fjár úr Þingeyjars.; úr Stranda-
sýslu, og víðar að fengu þeir og fé. Seinna fluttist Sig-
urgeir Pálsson vestur með bárðdælskt fé. í seinni tíð
hefir loks útlendu fé verið blandað við staðvanda kynið.
A þessu sést að húnverska fóð er ekki óblandað með fó
úr fjarlægum héruðum til langs tíma. Það má segja
um þetta fé yfirleitt, að það er harla margt loðið og
grett í andiiti eða svipljótt, ullin er heldur fíngerð og
féð ekki æskilega hraustlegt. Það er ekki ólíkara inn-
byrðis í þessari sýslu en öðrum sýslum, og það safnar
óvíða miklum mör og er viða stórt. Einna vænst sá eg
það í Þingi, Vatnsdal, Víðidai, Miðfjarðardölum og við
Hrútafjörð. Atkvæðamest leizt mér fé Jóns Jónassonar
á Haga í Þingi, en hans bezta fé er kyngerð frá Jóni
Ólafssyni á Sveinsstöðurn, sem á og mikið gott fé. En
Hagabóndinn vissi ekkert um þyngdina á fénu. Eftir
sögn munu menn fá 2V2—3 S af ull af kind, og dilkar
munu gefa af sór 30—35 S kjöt, og veturgamalt 40—
50 S. Menn kvörtuðu mest um lungnaveiki í fénu,
enda heyrði eg lömb hósta og hrigla víða þar eg kom.
Strandasýsla. Þar skoðaði eg fé á 20 bæjum og
fór um Hrútafjörð eða Bæjarhr., Bitru, Kollafjörð,
Tungusveit að Hólmavík í Steingrímsfirði. Guðjón al-
þm. á Kleifum var þar staddur og gaf mér upplýsingar
nokkrar um féð norðan fjarðarins og á Ströndum, er
hann hvað vera mestmegnis fjörubeitarfé rýrara og óá-
litlegra en í suður sýslunni. Eg skoðaði því ekki féð
fyrir norðan Steingrímsfjörð, En féð í þessari sýslu er