Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 95
BÚNAÐARRIT
91
6. Mókolótt fé. Kynblendingar komnir út af einum
hrút af Oxfordshire kyni — flatlendis-kyn á Eng-
landi — sem Jón Jónsson flutti að Yebramóti í
Skagafirði 1878 frá Ijálandi í Danmörku. Þetta fé
er mórautt í andliti og á fótum þar sem blöndunin
er komin skemst, en þar sem blöndunin er komin
í flesta liðu er fóð móflekkótt í andliti og á fótum,
og þá oftar með hvíta ull, en hitt hefir gula eða
móleita ull. Það er ýmist hyrnt eða kollótt. Er
af mörgum nefnt grákolótt fó eða svarthöfða-fé, en
hvorugt er réttnefni, því það er ekkert skylt svart-
höfða fénu á Skotlandi, og ekki heldur er það skylt
grákolóttu fé, og má ekki blanda þeim afbrigðum
saman. Þetta fé er inest útbreitt í Skagafjarðar-
og Húnavatnssýslum, en það hittist og norðast í
Eyfafjarðarsýslu og syðst í Strandas. Þetta Ox-
fordshire-kyn er mesta kjötkyn, og kynblendingarnir
út af þessum hrút Jóns hafa verið vænir i fyrstu
liðum kynblöndunarinnar á kjöt og ull; sagði Jón
mór sjálfur að hann hefði, af 4 hrútum tveggja
vetra undan enska hrútnum, fengið 36 ® af þveg-
inni ull. Eins og flestum kynblendingum hættir til,
er nú þetta fó farið að ganga mjög til rýrðar, og er
flest óræsti. Bezt sá eg það hjá Jóni á Heiði í
Gönguskörðum, enda var hann sá eiDi maður sem
hældi því duglega í mín eyru; hjá honum er blönd-
unin komin skemst, sumar ærnar höfðu rófu sem
náði niður á hækla. Þótt á öðrum stöðum hittist
kind og kind sæmilega vænleg, álít eg þó þetta af-
brigði í heild sinni alls ekki viðhaldsvert.
7. DöJckleitt fé er á strjálingi á þessu svæði. Það er
þrennskonar: svart, mórautl og grátt; mest er til
af svörtu fé; gráa og hélusvarta fóð er bezt.
8. Tvílitt fé er margskonar: svartflekkótt, móflekkótt,
gráfiekkótt og með þessum litum botnótt og golt-
ótt, Tiltölulega er langmest af flekkótta fénu í