Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 100
96
BÚNAÐARRIT
og dreifa þeim sem víðast, svo heflr ræktast kringum
þau og milli þeirra. Á svæðinu eru þau tilbreytingar-
lítil, þau eru smá og standa dreyft, jatan er eftir miðju
húsi og tvær krær — garðar sem sumir kalia — sín
hvoru megin við hana. Yíðast eru þau einstæð, en svo
eru til hús sem kailast fleirstöðuhús, það eru tvö eða
fleiri hús undir sama risi. I sárfáum húsum eru brynn-
ingastokkar, og það eru engir fóðurgangar, heldur
er gengið eftir jötunum þegar fóðrið er iátið í þær.
Eftir því sem við má búast eru húsakynnin góð í
Strandasýslu og sumstaðar í Eyjaflrði. I Strandasýslu
eru fleirstæðuhús með aiistórum gluggum og góðri
birtu; í þeirn eru sérstakar jötur fyrir snjó eða vatns-
stokkar í þeirra stað, og það hafa þau fram yflr húsin
eins og þau gerast alment í hinum sýslunum; viðast
eru áfastar við húsin stórar hlöður. Þess má og geta,
að sumstaðar eru járnþök þar á fjárhúsum og hlöðum
t. d. á Ljúfustöðum og Fjarðarhorni i Bitru og Viði-
dalsá í Tungusveit og munu þeir hafa fyrstir bygt þann-
ig Guðjón alþm. og Jón Þórðarson nú bóndi í Hvítadal í
Saurbæ.
Yíða í Eyjafjarðars. eru fremur góð hús, björt og
vegghá, en öll eru þau með torfþaki. í Skagafirði eru
minni gluggar og veggir lægri. í Húnavatnssýslu eru
menn heizt til sparir á gluggum, því þar eru víða
gluggalaus og gluggalítil hús; bezt sá eg hús þar hjá
merkisbónda Jóni Skúlasyni á Söndum; á Flögu í
Vatnsd. hjá Magnúsi Stefánssyni voru fremur góð hús.
Á nokkrum stoðum mældi eg hús, og set eg hér mæl-
ingu af tveimur húsum í hvorri sýslu:
Mœlingarstaðir: Vegghœð, álnir, bezt | 1 álnir á kind, bezt Vegghæð, álnir, lakast Q álnir á kind, lakast
Fyrirmyndarmál Hús í Eyjafjarðarsýslu 3-31/2 3 2—2i/2 ls/4 2V2 V/,
— - Skagafjarðars. 3 I8/4 27« H/n
— - Húnavatnssjslu 2»/4 18/4 I8/4 H/4
■— - Strandasýslu 3 2 av* 17«