Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 103
BÚNAÐARRIT
99
beitarféð fæðir oft af sór beinaveik lömb, sem orsakast
af kalkvöntun í sjávarfóðri, mætti vísast girða fyrir það
með því að gefa ánum seinni hluta meðgöngutímans
beinamjöl, fiskbein eða leskjað kalk.
Vökvun fjárins er ýmist snjógjöf eða brynning.
Margir brynna fé í Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslum.
En í Húnavatnssýslu vökva menn fénu mest á snjó, en
ekki þó reglulega, því oft er þar snjór ekki til, en þá
fær víst féð vatn. Strandamenn bera snjóinn inn og
gefa hann regluiega, og sumir gefa fó sínu salt. Hinn
ötuli verkmaður og framkvæmdamaður Jón Jónsson í
Tröllatungu hafði saltstokka í hverju fjárhúsi.
Eins og nú til hagar með húsaskipun og vatnsból,
er alóframkvæmanlegt að brynna fénu inni, sem er þó
hið allra bezta, því það hefir alls ekkert tillit verið tek-
ið til vatns þegar hin gömlu hús hafa verið bygð. En
mesti munur er á því að bera snjóinn inn og gefa salt
með honum, að láta féð éta hann úti í hvaða veðri
sem er.
Þar sem gulstör og fergin er aðalfóður fjárins, eru
húsin blaut, stækt loftið, féð hefir brynguskóf og kné-
skóf og ullin er brunnin að neðan, og af þessu verður
féð dauft og veiklulegt. Fyrir þetta má auðvitað
byggja, enda er það af mörgum reynt, en tæpast fuh-
nægjandi neinstaðar, með því að bera í húsin eitthvað,
sem þurkar upp. Norðmenn hafa til þess hálm, þurk-
aðann þara, sinurubb úr móum eða mýrum eða svarð-
armold; einhver þessi efni mætti auðvitað nota hér fil
að byggja fyrir bleytuna og stæka loftið, og mundi það
borga sig vel.
Eyfirðingar ala sumir hrúta sína helzt til mikið í
samanburði við eldi ánna. Það er að vísu ekki í sjálfu
sér lastandi þótt menn ali vel skepnurnar, en viiji menn
fá náttúrlega heilbrigð lömb, þá er bezt að fóðra ær og
hrúta sem jafnast og líkast.
Ærnar fara að bera mismunandi snemma á þessu