Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 104
100
BÚNAÐARRIT
svæði frá 8—28. maím., seinna eftir því sem vestar
dregur. Minsta kosti víðast í Húnavatnssýslu hafa menn
þann sið, að sleppa ám fyrir burð í flestum vorum, og
hirða ekkert um þær um burðinn. Þetta virðist vera
trassaleg aðferð og fjárhagslega skökk. En það var ekki
að heyra á Húnvetningum að annað borgaði sig betur.
Gísli Jónsson í Stóradal sagði að til jafnaðar í 5 ár
hefði orðið lamblaust 7°/0 af ánum, en svo skeður það
að ær og ær deyr af lamsburði.
Ættartölur halda fáir. Hallgrímur Hallgrímsson á
Rifkellsstöðum var sá eini bóndi senr sýndi mér ættar-
tölubók og var hún óbrotin og yfirgripsmikil.
Bendingar.
Það er leiðast og lakast við kynferði fjárins, hvað
mörg eru afbrigðin. En það er vel vinnandi vegur að
fækka þeim, kostar alls ekki mikla fyrirhöfn, ef menn
vilja halda sór að einhverjum vissum afbrigðum. Menn
geta á einu ári, sór að skaðlausu, t. d. eyðilagt alt tví-
litt fé á öllu landinu, ef menn yrðu ásáttir um það.
Auðvitað kæmi á næstu árum á eftir eitthvað fram af
því út af hvítu fé eða einlitu, en fækka mundi það og
hverfa að lokum, ef eigi væri það haft til ting-
unar. En engum verður settur stóll fyrir dyr, og sagt
hvaða fé hann skuli eiga, um það er hver og einn sjálf-
ráður. Eg minnist nú eins bónda á Staðarbygð i Eyjaf.
sem sýndi mér ær í einu húsi því nær allar flekkóttar;
mér fanst fátt gott um þetta fé, og spurði því haun
ætti það, en hann kvaðst eiga féð sér eins mikið til
garnans eins og gagns. Nú fyrir litinn hafði hann
mætur á þessu fé, sem gefur þó verri ull til sölu, og
er ætíð rýrara en mörg önnur afbrigði. Það verður að
teljast smekkleysi að hafa sem flest afbrigði í hjörð
sinni, því það getur ekki farið eins vel á því, sem ef
féð hefði kynbragð, einkum vegna þessa: mörg afbrigði
með ólíkum eiginlegleikum geta síður átt við sama borð,