Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 108
104
BÚNAÐARRIT
mjólka. En þetta stafar vafalaust meðfram af fiví, að
íjósin eru víða mjög svo lakleg, og hirðingin á kúnum þar
af leiðandi í miður góðu lagi. Það er og fullkomið
erfiði og mörgu kvenfólki um megn að mjólka margar
kýr í einu. Fyrir því ættu karlmenn að læra mjaltir
og hafa það verk á hendi samhiiða kvenfólkinu. Yfir
höfuð ætti að kenna 'óllum unglingum, piltum og stúlk-
um, að mjólka, og æfa þá vel í því. Getur það oft
komið sér vel að kunna það verk eigi siður en önnur.
En fjósin þurfa einnig að batna og taka stakka-
skiftum. Rað þarf að gera þau rúmgóð, bjórt og vatns-
held. — Þegar svo fjósin eru komin í gott lag, og al-
menningur hefur lært að mjólka og kann það, þá munu
allir með ánægju og umtölulaust taka að sér að hirða
kýr og mjólka þær.
Hér skal nú nokkuð gerskýra frá mjöltum á kúm,
og hvernig þeim skal haga.ð En fyrst verð eg að
minnast á júgrið og byggingu þess, svo mönnum skiij-
ist betur sambandið milli júgursins og mjaltanna.
I. Jiígrift.
Júgrið skiftist í tvo helminga, hægri og vinstri, en
hvor helmingur aftur í tvent, fram og afturjúgur. Til
hvers júgurfjórðungs svarar einn speni. . Utan um júgrið
undir húðinni er sterkt sinublað, sem gengur inn á
milli júgurfjórðunganna og umlýkur þá, svo að þeir eru
ein aðskilin heild hver fyrir sig. Frá þessum milligerð-
um liggur síðan aliþykt sinublað upp í magálinn, og
heldur það júgrinu uppi.
Á hverjum spena er op, spenagatið, og liggur frá
því þröngur gangur, mjólkurgangurinn upp í spenaholið.
Mjólkurgangurinn er 5—8 m. m. á lengd, og i honum
innanverðum lík húð og utan á spenanum. Þar sem
mjólkurgangurinn mynnir upp í spenaholið, lykst hann
saman af litlum hringvöðva er lokar fyrir mjólkina.
Spenaholið er mismunandi vítt, eftir því, hve speninn