Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 110
106
BÚNAÐARRIT
og þvo flíkina eigi sjaidnar en vikulega. Hver sem
mjólkar hefur stól að sitja á, og skal hann iðug-
lega þveginn svo að hann sé ávalt hreinn. Sama er um
mjólkurföturnar að segja; þær eiga jafnan að vera hrein-
ar þegar mjólkað er. Bezt er að mjólka í fötur úr
stálþynnu eða sterku blikki. Tréfötur má því
að eins nota, að þær sóu úr hörðum við, eik eða
beyki.
Þegav alt er undirbúið til að mjólka, þá er fatan
tekin í vinstri hönd, en mjaltastóllinn og þurkan, til að
þurka af júgrinu með, í þá hægri. Því næst er sezt
undir kúna hœgra megin og fatan látin á vinstra hnóð
og studd með vinstri hendinni. En með hægri hend-
inni eru strokin öll óhreinindi með þurkunni af júgrinu
og kviðnum. Bezt er að þurkan sé úr grófgerðum
striga, og vel þur og hrein.
Ef spenarnir eru mjög saurugir eða ataðir leir, skal
þvo þá og júgrið úr hreinu vatni og þurkað síðan með
þurri dulu. — Þegar svo búið er að þurka vel af júgr-
inu og kviðnum, er þurkan látin í sætið og fatan sett
niður og haldið milli hnjánna.
Framspenarnir skulu ætíð mjólkaðir fyrst; það er
hægra fyrir þann sem mjólkar og þægilegra fyrir kúna.
Ef byrjað væri á afturspenunum, yrði fram-júgrið, ef
það er stórt, fyrir þrýstingi af hægri hendinni og hand-
legnum, og veldur það kúnni óþæginda, en þreytir þá
eða þann sem mjólkar meir en ella. — Það er tekið
um spenana méð allri hendinni, hægri hendinni um
vinstri sper.ann, en með þeirri vinstri um þann hægri.
Höndunum er svo ýtt til skiftis upp að júgrinu með
opinni greipinni svo speninn fyllist af mjólk. Er greip-
inni því næst lokað og flngrunum þrýst utan að spen-
anum, niður á við og mjólkin kreist niður úr honum.
Þetta er gert til skiftis þannig, að þegar vinstri hend-
inni er ýtt upp að júgrinu, er mjólkin kreist niður úr
spenanum með þeirri hægri. (Sjá 2. mynd.) — Ef spen-