Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 112
108
BÚNAÐARRIT
óeðlileg áhrif á hringvöðvann, sem lokar fyrir mjólkina.
og veikir starfsemi hans. En afleiðingin af því getur
meðal annars orðið sú, að kýrin mjólki sig niður. Enn-
fremur valda togmjaltirnar oft slæmsku í spenunum,
blindni, eymslum, ígerð, og bólgu í júrinu.
Þegar búið er að mjólka framspenana, er byrjað á
afturspenunum á sama hátt. Ef mikil mjólk er í kúnni
má þó fara tvær umferðir. Mjólka fyrst framspenanar
svo afturspenana, og byrja síðan aftur á framspenunum
o. s. frv. En aldrei má skifta um fram og afturspena
meðan verið er að mjólka, heldur mjólka hvora fyrir
sig viðstöðulaust, meðan nokkur mjólk fæst.
Ef kýrin ekki selur, verður að fara mjög vel að
henni og gætilega, strjúka júgrið og handleika spenana
nokkrum sinnum. Mun þá ekki líða á löngu, að hún
láti undan og selji þeirri, er situr undir henni. En úr
því, að kýrin er farin að selja viðstöðulaust slcal
mjólka svo hratt sem liœgt er og hætta ekki í miðju
kafl. Meðan verið er að mjólka, myndast meir og minni
mjólk í júgrinu, og því hraðara sem mjólkað er, þeim
mun örari verður mjólkurmyndanin.
Best. er að venja kýrnar á að mjólka þær haftlaus-
ar. Ef það er gjört strax, meðan þær eru kvígur, venj-
ast þær því fljótt, og standa hreyflngarlausar meðan
mjólkað er.
Mjaltað skal ætíð með þurrum höndum. Það
er mun þægilegra þegar fólk venst því, og ólíkt
þrifalegra, enda er þrifnai5unnn aðalatriðið i þessu sam-
bandi. Fyrir því má aldrei bera neitt á spenana áður
en byrjað er að mjólka. En ef þess er þörf á annað
borð, þá skal það ætíð gjört að loknum mjöltum, og
nota til þess lyktarlausa feiti eða glyserin. — Fái kýr
afrifur á spenana eða sprungur á þá, verður að mjólka
þær mjög varlega, og þvo sór áður um hendurnar úr
sápuvatni. Bera svo smyrsli á spenana, þegar búið
er að mjólka, er mýki og græði þá fljótlega. — Ann-