Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 117
BÚNAÐARRIT
113
að síðasta mjólkin er langfeitust. Að vanda mjaltirnar
og mjólka vel, hefur því áhrif á fitumagnið í mjólkinni
og eykur það.
Það virðist svo, sem sú mjólk, er myndast í júgr-
inu meðan verið er að mjólka sé feitari en hin, sem
fyrir er þegar byrjað er á því. Og seinustu droparnir
eru þó iang feitastir.
Til skýringar þessu og sönnunar skulu hér tilfærð
fáein dæmi er sýna þetta:
Fyrsta dæmið sýnir, að fitumagnið var:
í fyrstu mjólkinni 0,6%=1 pd- smjör úr 191,n pd.
í miðmjólkinni 2,5%=1 pd. smjör lir 36,5r> pd.
í síðustu mjólkinni 6,4%=1 pd. smjör úr 13,74 pd.
Annað dæmið sýnir, að fitumagnið var:
í fyrstu mjólkinni 0,5%= 1 pd. smjör úr 245,71 pd.
í miðmjóikinni 3,7%=1 pd. smjör úr 24,22 pd.
í síðustu mjólkinni 10,5/ = 1 pd. smjör úr 8.31 pd.
Þriðja dæmið sýnir, að í fyrsta pottinum úr 18
marka kú, var fitan:
- —„— 1,51%= 1 pd. smjör úr 63,24 pd.
I miðmjólkinni 4,10%= 1 pd. smjör úr 21,77 pd.
í síðustu mjólkinni 8,43%=1 pd. smjör úr 10,38 pd.
Þessi dæmi nægja til að sýna, hve fitan í mjólk-
inni eykst eftir því sem minkar í kúnni, og að síðasta
mjólkin er langfeitust. Fyrir þvi er það svo mikils um
vert, að vanda mjaltirnar og skilja ekki eftir í kúnum.
- Að vísu eru sumir þeirrar skoðunar, að það borgi
sig ekki að mjóika vel; þá sé gengið of nærri kúnum
og þar af leiðandi þurfi þær meira fóður en ella.
En til þessa er því að svara, að tilgangurinn með
að hafa kýr, er einungis sá að nota þær til mjólkur og
mjólkurframleiðslu. Það hlýtur því að vera hverjum
manni hughaldið, að kýrnar mjólki sem bezt, og að
mjólkin sé sem feitust. Því meir sem kýrin gefur af
sér í mjólk og smjöri þess betur borgar hún fóðrið og
annan tilkostnað. En eitt af því, er styður mjög að
8