Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 120
116
BÚNAÐARRIT
hátt, en í einu lagi og þrisvar sinnum hvað eftir annað,
og mjólkin svo kreyst niður úr spenunum. — Ef kýrin
hefur verið vel hreitt, fæst tíðast lítil eða engin mjólk
með þessum handtökum, enda eiga þau aðallega að miða
að því að þroska júgrið, og auka blóðrennslið til þess.
Handtök þessi eru töluvert margbrotin og seinlærð.
Margir, sem hafa lært þau nota þau aldrei framar, og
hinir ruglast í þeim og gleyma sumum þeirra, og eink-
um því, í hvaða röð þau eiga að gerast. Afleiðing hefir
því orðið sú, að langflestir hirða ekki um að halda þeim
við, og hætta alfarið við þau. Þessi hefir reynslan
orðið bæði hér á landi og annarstaðar.
Um þýðingar þeirra eru og skoðanirnar mjög skiftar.
Flestir álíta sjálfgagt að viðhafa hreítunarhandtökin, og
að þau í raun og veru fullnægi, bæði því að ná allri
mjóikinni úr júgrinu, og eins því, er lýtur að þroskun
þess.
Tllraunir er gerðar hafa verið í Danmörku með
þessi Hegelunds-handtök hafa einnig sýnt, að ef mjalt-
irnar eru annars vandaðar og kýrnar hreittar vel, þá
hafi þessi eftirmjöltunarhandtök enga verulega þýðingu,
hvorki til þess að auka mjólk eða fitumagn hennar.
' Af því sem hér hefir sagt verið mun mönnum
skiljast, að það sem kent er við Hegelund, er ekki sjálft
mjaltalagið að kreysta mjólkina niður úr spenunum, í
stað þess að toga, heldur þessi handtök sem notuð eru
á eftir. — Eigi að síður hefir Hegelund gert mikið að
því að útbreiða hið rétta mjaltalag, og innrætt mönnum
hverja þýðingu það befur að mjólka vel. Hann hefir
einnig innleitt meiri þrifnað við mjaltirnar en áður átti
sór stað, og stutt mjög að því að útrýma heimsku og
hleypidómum gagnvart mjaltastarfinu. Að þessu leyti
hefur hann unnið ómetanlegt gagn bæði Dönum og
fleiri þjóðum, er lifa á )iautgriparækt og mjólkur-fram-
leiðslu.