Búnaðarrit - 01.01.1907, Síða 124
120
BÚNAÐARRIT
Þegar dimt er, eins og að haustinu og fram eftir vetr-
inum, ætti jafnan að hafa ijós í fjósinu, svo að sjáist
til að gera það, sem gera þarf. — Bezt er að byrja á
því að moka flórinn eða hreinsa fjósið. Gefa kúnum
þvínæst heyið, og síðan rófur, ef þær eru gefnar, en
kraftfóðrið seinast. — Her er gert ráð fvrir, að mestur
hluti gjafarinnar sé hey. — Ef súrhey er gefið með eða
í stað rófna, þá er bezt að gera það stuttu á eftir að
heyið er gefið.
Rófur og súrhey örfa lyst kúnna, styður að betri
meltingu og eykur fóðurgildi þurheysins. Fyrir því
er svo nauðsynlegt, að geta jafnan gefið kúnum með,
annaðhvort rófur eða súrhey. — Það er og oft nauðsyn-
legt að gefa kraftfóður með eða fóðurbætir, einkum ef
heyið er eitthvað mætt eða hrakið. Sumir halda því
fram, að fóðurbætir sé jafnan nauðsynlegur og að
það borgi sig að gefa hann og spara með þvi heygjöfina,
einkum nú siðan öll vinna varð svo dýr. — í heyskorti
er rétt og sjálfsagt að nota fóðurbæti, ef í hann næst.
— Að öðru leyti skal hér eigi farið frekar út í þetta
efni, en aðeins minna á það, að farið sé jafnan vel
með kýrnar, bæði að því er snertir gjöf og hirðingu.
Það er skilyrði fyrir því, að þær mjólki vei, og borgi
allan tiikostnað og fyrirhöfn.
Mjaltirnar byrja vanalega þegar kýrnar hægja á sér
að éta, og eru orðnar rólegar. Bezt er þó, að þær byrji
ekki fyr en 1 klukkust. eftir að fjósið var hreinsað.
Meðan mjólkað er, á alt að vera hljótt og kyrt í fjós-
inu. — Að loknum mjöltum er kúnum svo brynt,.
Bezt væri, að vatnið yrði leitt í fjósið og í hvern bás
eftir pípum, og að íyrir hverja kú væri drykkjarbolli
eða. drykkjarker, er fyltist sjálfkrafa af vatni. Gætu þá
kýrnar drukkið þegar þær þyrsti, smátt og smátt, og er
reynsla fyrir því, að þeim er það betra en að drekka
sjaldnar og mikið í einu. Þegar vatn stendur hjá kún-
um drekka þær lítið í einu en oftar. Tilraunir hafa