Búnaðarrit - 01.01.1907, Síða 126
122
BÚNAÐARRIT
'úti. Vanalega kveður þó minna að gerlamergðinni úti
undir beru lofti en inni í húsum, þar sem menn og
skepnur dvelja að staðaldri. Margir eru gerlarnir afar
smáir, og sjást ekki nema í sjónauka eða smásjá, er
stækkar þá 300—600 sinnum. — Gerlarnir æxlast fljótt,
■er þeir lifa við góð lífssiiyrði. Óþrifnaður, samfara hæfi-
legum raka og hita, er einhver hin bezta gróðrastía íyrir
alt gerlalíf, æxlun þeirra og útbreiðslu. Hæfilegur hiti
fyrir æxlun þeirra og þrif er talinn að vera 2—35°C.
Þeir þrífast vel í myrkri og raka. Hinsvegar er Ijós og
sólarbirta, samfara, þrifnaði þeirra skæðasti óvinur. Einn-
ig eyðileggjast þeir við mikinn hita og kulda.
Gerlarnir þrífast einkar vel í mjólk og flestu matar-
kyns. Það er talið að í mjólk, er staðið hefir ókæld í
2—3 klukkustundir séu að jafnaði í einum kúbik-centm.
60—100 þúsund gerlar, og eftir 5—6 stundir alt að
5—6 miljónir gerlar.
Rannsóknir hafa verið gerðar viðvíkjandi fjölgunar-
skilyrðum gerlanna. Kom þá í Ijós, að eftir 2^/^ stund
frá því mjólkað var, voru í kubik-centim. 9300 gerlar.
Siðan var sama mjólkin rannsökuð við 15°C. hita, 25°C.
og 35°C. hita, og var útkoman sem hór segir:
Eftir: við
3 stundir
6 — „ —
9 —
24 — „ —
15°C.
10,000
25,000
46,000
25°C.
18,000
172,000
1 milj.
— 35°C.
— 40,000
— 12 milj.
— 35 —
5,7 milj. — 577,r,miij.— 50
Taflan þessi sýnir, að því heitari sem mjólkin er,
alt að 35°C. og þess lengur sem hún er þannig geymd,
þess meira safnast í hana a,f gerlum. En þegar tala
gerlanna er orðin geysi há, fækkar þeim aftur, því þá
eru lífsskilyrðin orðin óhagstæð þeim, og það kemur aft-
urkippur í fjölgunina. — Megin hlutinn af þessum gerl-
um er ósaknæmur heilsu og heilbrygði manna, en þeir
skemma mjólkina og spilla bragði hennar og lykt.
Fyrir því ríður á að fara hreinlega með hana og