Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 127
BÚNAÐARRIT
123
vanda sem bezt allan þrifnað við mjaltirnar.
Áður en byrjað er að mjalta, skal, eins og áður er
áminst strjúka af júgrinu og kviðnum alt rusl og óhrein-
indin. Það heflr mikla þýðingu fyrir mjólkina, og sýnir
það bezt tilraun sú, er gjörð var fyrir nokkru við Últúna-
búnaðarskóla í Svíþjóð í þessu efni. Tilraunin var í
því fólkin, að teknar voru 3 kýr og var júgrið og spen-
arnir á einni þeirra þvegnir og þurkaðir; á annari var
júgrið að eins strokið eða þurkað með þurri strigaþurku,
og ioks var ekkert gjört við þá þriðju. Við fötu-
barminn, sem mjólkað var í, var fest plata, 15 fer-
þumlungar að stærð. — Kýrnar voru síðan mjólkaðar 1
1 mínútu hver, og að því búnu var mjólkin rannsökuð.
Kom þá í ijós, að í mjólkinni úr fyrstu kúnni voru 47
geriar, úr mjólkinni úr annari 109 gerlar og i mjólkinni
úr þriðju kúnni, sem ekkert var gjört við, voru 1210
gerlar. Sýnir þetta hversu mikilsvert það er að þurka
vel af júgnnu áður farið er að mjólka.
Bezt er að mjólka kýrnar úti að sumrinu er veður
ieyfir. Mjólkin verður þá hreinni og minna í henni af
gerlum. Tilraunir, sem gjörðar hafa verið í þessu efni,
sanna og þetta. — Eftirfarandi tafla sýnir þennan mis-
mun.
I mjólkinni fundust í 1 kubik centim.
Mjólkað úti. Mjólkað inni í fjósi.
Að loknum mjöltum 10 gerlar 106 gerlar
Eftir ^2 klukkust. 88 — 980 —
— 2 ------ 1530 — 3665 —
Mjólkað skal jafnan í sömu föturnar meðan þær eru
óskemdar, og má eigi nota þær til neins annars. Eftir
að búið er að mjólka hverja einstaka kú, skal hella
mjólkinni úr fötunni í aðra fötu, er standi á afviknum
stað, og sía mjólkina um leið. Ef fjósið er nálægt bæn-
um, sem tíðast er og á að vera, má strax fara inn-
með mjólkina og skilja hana áður en hún kólnar. Sían
sem notuð er, á að vera úr stáiþynnu, með málmsigti.