Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 131
BÚNAÐARRIT
127
að sá þeim að minsta kosti 4 sinnum, með 2—3 vikna
millibili. Þessi 6 afbrigði hefi eg reynt: Non plus
ullra, Rosenröd med hvid spids, linöttótt hvit, linöttótt
rósrauð, Viirzburger kœmpe og French breakfast. Hið
fyrstnefnda virðist mér einna bezt en munurinn er iítill.
Síðastnefnda afbrigðið var mór sent frá Ameríku.
Kervill er álíka auðræktaður og hreðkurnar; hon-
um er dreifsáð eins og þeim. Réttast væri að sá hon-
um tvisvar, með 3—4 vikna millibili. 6-8 vikum eftir
sáninguna má fara að skera af blöðunum til notkunar.
Tvær tegundir hefi eg reynt, almennun og Moskruset.
Su fyrnefnda hefir reynst nukið fljótvaxnari.
Steinseija þarf langan vaxtartíma; vex ekki á
bersvæði, svo veruleg gagn sé að, nema þar sem vel
iiggur við sól og gott er skjól. Til þess að hægt sé
að hafa hennar not fyrripart surnars þarf að rækta hana
í reitum sem gluggar eru hafðir yfir. Henni má dreif-
sá, en betra er að sá henni þétt, í raðir, með 4—6 þuml.
millibili. Þessi 5 afbrigði hefi eg reynt og eru þau
talin hér í röð eftir því hvernig þau hafa vaxið; hin
beztu fyrst: Moskruset, Extra kruset, Non plus nltra,
Mayatts, og burknablaða steinsetja.
Slllari. Enn þá hefi eg að kalla ekkert átt við
annað en blað-sillara og er líkt að segja um hann og
steinseljuna, munurinn er þó helzt sá að hann er öllu
seinvaxnari en hún. Hann verður að ræktast í vermireit..
Salat. Reynt hefi eg bæði blað-salat og höfða-salat,
Blaðsalatið má fyr fara að nota en höfðasalatið því
taka má blöðin ung. Því er dreifsáð á bersvæði; 8 vik-
um eftir sáningu er það orðið notandi. Yarast skyldi að
sá því alt of þétt. 2—4 □ þuml. handa hverri plötu
ætti að vera nóg, enda má seinna kippa annari hverri
upp. Höfðasalati verður helzt að sá i vermireit og gróð-
ursetja svo á bersvæði í byrjun júnímánaðar, með 6 þml.
millibili, koma þá á það allgóð höfuð í ágúst-mánuði.
Spinat vex Ijómandi vel, og er jafn auðræktað og