Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 132
128
BÚNAÐARRIT
hreðkur. Því er dreifsáð; þurfa plönturnar um tveggja
þumlunga bil. 6 vikum eftir sáningu má fara að nota
blöðin. Þegar það eldist hættir því við að hlaupa í njóla,
verða þá blöðin verri til matar. Þess vegna ætti að sá
til spínats 2 eða 3 á sumrinu. Garðsúru má rækta og
nota á sama hátt og spinatið.
llauðbitnr spretta hér illa á bersvæði. 5 afbrigði
hafa verið reynd: langar dökkrauðar, flatar, egypskar
hnOttóttar, Non plus ultra, og Amager-rauðbitur. Tvö
þau fyrst töldu hafa vaxið skár en hin síðarnefndu.
Runkelrófuafbrigðið Elevetham má rækta og nota
eins og rauðbitur, en hvorki það né önnur runkelrófuaf-
brigði vaxa svo vel hér á landi að hugsandi sé til að
hafa þau til fóðurs. Rauðbitum er sáð í raðir með 10
þuml. mihibili og hæfilegt er að bilið milli plantnanna
í röðunum sé 6 þuml.
Grulrætur vaxa viðunanlega og eru bragðgóðar.
Það er minst að mununum hvers virði er hægt að hafa
upp úr litlum garðbletti, sem er í góðri rækt, hvort
heldur sem í honum er ræktað gulrætur eða gulrófur.
Réttast virðist mér að sá til gulrófnanna vel snemma
á vorin, þegar klaki er farinn að leysast og gerir það
•ekkert til þótt klakinn sé ekki farinn allur. Vel heíir það
og gefist að sá til þeirra á haustin. Þeim er sáð í þver-
raðir á 2. álna breið beð með 6 þuml. milli raða, en
þótt er fræinu sáð í hverja röð, spírar þá betur en ef
sáð væri korni og korni sér á blett. Eftir að plöturnar
eru komnar upp eru þær grisjaðar svo að 2—3 þuml.
verði á milli þeirra í hverri röð. Þær halda áfram að
vaxa langt fram á haust og sakar þær ekki þótt nokk-
urt frost komi.
Reynt hefi eg þessi 9 afbrigði; af þeim reynast
Nantes karotlur einna bezt og þar næst liollenzkar,
Douviklcer, Slensballe, Karentan, St. Valery, Cliampion,
James, Whitc Belgiam.
Kartöflur Jarðvegurinn, sem kartöflurnar hafa ver-