Búnaðarrit - 01.01.1907, Side 135
BÚNAÐARRIT
131
Ljúffengasta afbrigðið til matar, af þeim sem hér
hafa verið nefnd, mun vera Æggeblomme.
Tilraunir undanfarandi ára bera það með sér að
það eru yflrleitt fljótvðxnustu afbrigðin sem bezt reyn-
ast hór.
Hér á landi verða kartöflur tæpast fullþroska og þá
varla önnur afbrigði en þau, sem fljótvaxin eru í eðlisínu.
I þeim löndum sem veðurátta er svo hlý, að vaxt-
artími kartaflnanna takmarkast ekki af frostum, fellur
grasið algerlega þegar plantan er þroskuð. Hér á landi
ber það sjaldan við að kartöflugras falli af öðru en
frostum. En það van.tar svo lítið til að ýms afbrigðin,
nái fullum þroska að lifskrafturinn helzt óskertur, og
á því byggist það, að kartöflurækt má stunda hér
til stórhagnaðar. Það er ekki óalgengt að ýms þau af-
brigði, sem í eðli sínu eru seinvaxin, ganga fljótlega úr
sér þegar farið er að rækta þau hér. Ber það oft við
að þau hin sömu, vaxa allvel fyrsta árið en fer síðan
hnignandi.
Crulrófur. 1. Ýms afbrigði. Sáð 6. júní í raðir,
með sáðvél; bil milli raða 18 þuml.
Að tæpum mánuði liðnum voru þær grisjaðar svo
að 12 þuml. bil varð milli plantnanna í röðunum. Tekn-
ar upp 4.—6. október.
Samanburður var gerður á þessum 10 afbrigðum:
Islenzkum gulrófum, þrándheimskum, grœiiliöfða, tíang-
holm, Best of all, Broncetop, Edina, Schepherds, Cham-
ion og hnöttóttum grœnliöfða gutrófum. Alt var fræ-
ið útlent, að undanteknu iyrstnefnda afbrigðinu.
Arangurinn af þessum tilraunum, eins og undan-
farandl ára, sýnir, að islenzka frœið, af stofni þeim sem
Schierbeck landlæknir innleiddi hér, og síðan hefir verið
haldið við, er einna heppilegast; rófur af því eru bragð
góðar, litfallegar og sléttar, greinalitlar; en stærri verða
þær ekki en þau afbrigðin hin, sem bezt spretta.