Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 136
182
BÚNAÐARRIT
Þrándheimsgulrófur af útlendu fræi eru Ijósari á
lit en þær íslenzku, greinóttari, verða álíka þungar.
Grœnhöfðagulrófur eru ljósleitar með grænum kolli,
lítíð greinóttar. Þær vaxa eins vel og íslenzku rófurnar
en eru ekki eins bragðgóðar.
Bangholm er litfalleg, rauðleit eins og íslenzku róf-
urnar, greinóttari, bragðgóð; verður tæplega eins stór
eins og þær fjórar sem þegar eru taldar.
Best of all, hvítleit, lítið greinótt aflangari en þær
áður nefndu, vex alt að því eins vel, ekki eins bragð-
góð.
Hinum 5 er ekki ástæða til að mæla með til rækt-
unar, þær vaxa miður en þær 5 sem lýst hefir verið,
þó gæti verið ástæða til að rækta lítið eitt af Edina
og Champion vegna þess hvað þær eru ijúffengar.
Um alt þetta útlenda fræ gildir hið sama og um
það innlenda, að gæta verður vel að því hvaðan það er
fengið. Præsalarnir eru misjafnlega áreiðanlegir.
Beztu gulrófnaafbrigðin þrjú gáfu 120 tn. af dagslátt-
unni; þetta mun vera talsvert minna en það sem al-
menningur hefir úr görðum sínum. Kemur það til af
því, að í gróðrarstöðinni eru þær hafðar svo mikið
gisnari en alment er hér. Til þess að gjöra sem glögg-
astan samanburð á rófnategundum og aibrigðum hefi eg
kosið að hafa þær með sama millibili, 18X12 þuml.,
en það er það bil sem talið er að rófur, sem ræktað-
ar eru til fóðurs, þurfi að hafa, svo hægt sé að nota
við þær hestverkfæri. Enginn efi er á því, að dagslátt-
an getur gefið meira af sér ef þéttara er sett; en sé
minna bil haft á milli raða en 18 þuml. verður hest-
verkfærum ekki komið við. — Á nokkurn blett sáði eg
gulrófum með 14X10 þuml. millibili og gáfu þær af
sér þar 158 tunnur af dagsláttu.
2. Mismunandi sáðtími. Venjulega hefir gulróí-
unum verið sáð hér í gróðrarstöðinni siðustu daga maí
mánaðar (28. og 29. mai) en þetta sumar fór aðalsán-