Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 138
134 BÚNAÐARRIT
og næpur. Ýmsar fleiri hafa verið reyndar, en pessar
vaxa hér bezt.
Til þeirra sáð á flata jörð, með sáðvél, í raðir; 18
þuml. milli raða og grisjað seinna svo að 12 þuml. voru
milli rófna í röðunum. Hvert afbrigði endurtekið 8
sinnum.
Iiauð amerisk nœpa og blá hausinœpa verða stór-
vaxnastar. Sú fyrnefnda hefir þann ókost að henni hættir
til að springa og skemmast; uppskera af henni á dag-
sláttu 43200 ÍE, en af þeirri síðarnefndu 41760 ÍE.
Greij stone gildvaxið túrnips, nokkurnveginn hnött-
ótt, gráblátt að ofan. Uppskera af dagsl. 41544 ®.
White globe (Pommerin). Það sem upp úr jörðu
stendur er grænleitt, annars er rófan hvít, hnöttótt, slétt.
Uppskera af dagsl. 39440
Bortfelzkar ró/ur, langar, gular, spretta vel. Þær
má hafa tii matar ef lítið er um gulrófur. Uppsk. af
dagsl. 38032 ÍE.
Dales hybrider. Hnöttótt, gult, grænleitt höfuð.
Uppskera af dagsl. 36544 ÍE.
Þessi 6 afbrigði gefa góða uppskeru og má óhætt
mæla með þeim til ræktunar hér á landi; er ekki þörf
á að benda á fleiri. En næst þessum myndu komanæpna
afbrigðin tvö, blá flatnœpa og Ballangen flatnœpa.
Miður hafa þessi túrnipsafbrigðin reynst, Dur blom
Wiboldt, white tanlcard, yellow tankard, Bullock og
Incks broncetop.
Samanburður var og gerður á túrnipsi og gulrófum,
sínu afbrigðinu af hvoru, hvert við hliðina á öðru, 8
sinnum endurtekið. Túrnipsið, Pommerin, gaf 90 tunn-
um meira af dagsláttu en Bangholm-gulrófur. Sýnir
þetta, að til fóðurs eigum vér að rækta túrnips en ekki
gulrófur.
Grasrækt með sáningu. Tilraur.um undanfar-
inna ára hefir verið beint í þá átt að hægt væri sem
allra fyrst að skera úr því hvaða grasategundir heppnist