Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 146
142
BÚNAÐARRIT
Við mælingarnar, með verkfræðing Thalbitzer og
honum til aðstoðar, var Sigurður Sigurðsson búfr., og
auk þess 2 menn aðrir, ásamt 2—3 drengjum. Voru
því tíðast 7 menn við mælingastarfið. Vegalengdin var
mæld með keðju eða stáibandi, og hælar reknir niður
við hverja 500 metra og vörður hlaðnar. Jafnhliða var
og hallinn mældur. Hver lína eða leið var tvímæld
með hallmæli til þess að vita hvort mælingunum bæri
saman.
Svæðið er vatnið getur náðst yfir að meir eða minna
leyti, er 169,5 □ km. eða rúmar 3 □ mílur. Það er ráð-
gert að taka upp vatn, er nemi einu teningsfeti á sek-
úndu fyrir hverjar 50 engjadagsl., eða alls 600 tenings-
fet, sem svarar til 18,6 teningsmetrum á sekúndu.
Með þessu vatnsmagni er áætlað, að alt svæðið
fyllist með 1 fets vatni að meðaltali, á 32 sólarhringum.
Aðfærsluskurðirnir eru þannig áætlaðir, að vatnið
í þeim geti hækkað um 0,25 teningsmetra. Við það
eykst vatnsmagnið, sem tekið er upp, um 7,3 tenings-
metra á sek. Haldist svo þessi vatnshæð í skurðunum,
sem komið er undir vatnsmagninu í ánni, þá ætti að
vera auðið að fylla alt svæðið með 1 fets djúpu vatni
á 23—24 sólarhringum.
Gera má ráð fyrir, að áveitan geti í flestum árum
byrjað nálægt 1. maí. Þegar fráræslan eða þurkunin
er komin i lag, má vænta þess, að frostið fari fyr úr
jörðinni, svo byrja megi að veita á um þetta leyti.
Áveitunni má svo halda áfram til loka júnímánaðar,
og yrði þá áveitutíminn 2 mánuðir að vorinu, og á
þeim tíma ætti að vera hægt að fylla og þurka áveitu-
svæðið tvisvar sinnum.
Auk voráveitunnar ætti að veita á að haustinu.
Haustáveitan byrjar að loknum slætti, og má halda
henni áfram þar til frost gerir. En áður en vetur legst
að með frost og snjó, þarf alt áveitusvæðið að vera orð-