Búnaðarrit - 01.01.1907, Síða 147
BÚNAÐARRIT 143
ið þurt, og ætti að vera sem minnst vatn á því yflr
veturinn.
Ekki er ólíklegt, að í áætlun, er síðar kann að verða
gerð, þegar afráðið er að framkvæma verkið, muni
verða bygt á annari vatnshæð í ánni. En sú áætlun
hlýtur meðal annars að styðjast við nákvæma mæling á
vatnshæðinni, er gerð sé áður yfir iengri tíma. En
naumast mun það gera verulegan mun, að því er
kostnaðarupphæðina snertir.
Vatnið, til áveitu á Flóann, næst úr Hvítá. Bezt
mun að taka ána upp norðan við túnið á Brúnastöðum.
Vatnið í ánni er þar svo hátt, að auðið mun að ná því
til áveitu nálægt Reykjabæjunum.
Hinn staðurinn, sem komið hefur til tals að taka
mætti upp ána, er á Brúnastaðaflötum. Þar liggur
vatnið mun hærra en hjá Brúnastöðum. En það hefur
í sjálfu sér eigi mikla þýðingu, með því kostnaðaraukinn
við leiðslu vatnsins þaðan, er miklu meiri en sem nem-
ur hagnaðinum við, að taka upp ána á þessum stað.
Aætlun yflr kostnaðinn er þessi:
1. Aö'ærsluskurðir eða skurðir til að þurka kr. 82,845,00
2. Aðfærsluskurðir.................. . — 288,491,50
3. Þakning á görðunum meðfram að-
færsluskurðunum.......................—- 84,972,00
4. Aðalstíflan við upptök árinnar ... — 19,500,00
5. Aðrar stíflur og úthleypur .... — 31,000,00
6. Brýr yflr skurðina.....................— 32,000,00
7. Umsjón með verkinu.....................— 26,000,00
8. Annar kostnaður ....... — 35,191,50
Samtals kr. 600,000,00
Um framkvæmd verksins er það að segja, að alt
er undir þvi komið, að fé fáist til þess með viðurianleg-
um kjörum. En framkvæmdir þessa fyrirtækis styðjast
einnig við það, að hið endurbætta land verði notað og
gert arðberandi með aukinni fólksfjöigun í Flóanum.
En skiiyrði þess, að fólkinu fjölgi á þessu svæði