Búnaðarrit - 01.01.1907, Síða 149
BÚNAÐARRIT 145
litlum hluta af sýslusjóði og hreppssjóðum þeirra hreppa,
er áveitan nær til.
Ef jarðeigendunum er gjört að skyidu að leggja fram
fé í fyrirtækið í hlutfalli við stærð jarðeignanna, þá mun
óhætt að fullyrða, að það yrði þeim flestum um megn.
En geti þeir, eins og þegar er bent á, selt landssjóði
landspildur, og fengið þannig handbært fé til að leggja
í áveitufyrirtækið, þá er engin ástæða fyrir þá, að vera
á móti fyrirtækinu, fjárhagsins vegna. Þegar áveitan er
komin á, mun efnahagur og gjaldþol bændanna á áveitu-
svæðinu brátt aukast, og virðist því eigi ósanngjarnt, að
viðkomandi hreppur og sýsla taki að einhverju litlu leyti
þátt í kostnaðinum.
Landsstjóinin hlýtur að útvega fé til þess að fram-
kvæma með verkið. — Ef fyrirkomulagið yrði svo það,
að landssjóður eignaðist meir og minna af landi á áveitu-
svæðinu, þá er með því trygt, að hann geti notið góðs
af áveitunni, og þannig fengið nokkuð í aðra hönd.
Fjárframlagið úr landssjóði bæri því að skoða sem
bráðabirgðarlán, er hann fengi aftur endurgoldið, jafn-
óðum og landið væri selt eða leigt, en ekki sem styrkur.
Járnbraut frá Reykjavík austur Flóa mundi hafa
mikla þýðingu, að því er snertir framkvæmd þessa verks.
Áveitan hlyti og, þegar hún væri komin á, að stuðla
mjög að því, að brautin svaraði kostnaði. Með áveit-
unni hlytu búnaðarhættir í Flóanum mjög að breytast.
Þá mundi fyrst og fremst verða iögð stund á smjörfram-
leiðslu til útilutnings. Smjörið yrði flutt með brautinni
til Reykjavíkur, og þaðan aftur fóðurbætir og tilbúinn á-
burður.
Gjöra má ráð fyrir þvi, þegar til framkvæmda kem-
ur, að ekki fáist nægur vinnukraftur hér. Er þá eigi
um annað að ræða en að fá verkafólk annarstaðar frá.
Framkvæmd verksins hlýtur að standa yfir 2—3 ár, með
því ekki mun unt að fá svo margt fólk í einu að verk-
inu verði lokið á skemmri tíma. 10