Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 150
146
BÚNAÐARRIT
Sjálfsagt er óumflýjanlegt að byrja fyrst á affærslu-
skuröunum og þurka svæðið. Annars má búast við, að
vatnið seinki fyrir verkinu, einkum í rigningatíð.
Fáist ekkert félag eða verzlunarhús til þess að taka
að sér verkið verður landsstjórnin sjálf að annast það,
og fela umsjónina með því mönnum, sem til þess eru
færir. Að sjálfsögðu verður verkið eigi framkvæmt eftir
þeim mælingum sem nú eru gjörðar; en með þeim eru
vonandi fengnar nægar upplýsingar til stuðnings og ílýt-
is frekari undirbúningi og mælingum. Að því er snertir
aðalaðfærsluskurðinn, þá má gjöra hann eftir því, sem
nú er þegar áætlað. En hinsvegar verður að mæla fyrir
auka-aðfærsluskurðunum og ákveða nánar um brýr yfir
þá og þverræsin undir þeim. Sama er og að segja um
stífluna við upptök árinnar.
Þegar mælingunum í Flóanum var lokið, var farið
upp á Skeið og mælt, hvort vatn næðist yfir þau úr
Hvítá, Laxá og Þjórsá. Yatni úr Hvítá og Laxá, er
eigi auðið að ná til áveitu á Skeiðin, en þar á móti úr
Pjórsá.
Álitlegast er að taka ána upp neðst á Þrándarholts-
bökkum þar sem Vigfús Guðmundsson í Haga benti á
í „Fjallk." fyrir fáum árum. Þaðan er svo aðfærslu-
skurðinum ætlað að liggja úteftir, austan við Húsatóft-
arholt og suður Skeið.
Engin áætlun hefur verið gerð yfir kostnaðinn við
að veita á Skeiðin. Ástæðan til þess er sandfokið hjá
Reykjum. Meðan það er eigi heft, er tilgangslaust að
gera aðfærsluskurðinn frá Þjórsá, því hann mundi íylla
smátt og smátt af sandi á löngum kafla, og óvinnandi
að halda honum við meðan svo er. — En sandsvæðið
liggur svo hátt, að eigi verður veitt á það vatni, hvorki
úr Þjórsá eða Laxá. Sandfokið verður því eigi heft
með áveituvatni, enda er það svo mishæðótt, að jafnvel
þó vatn næðist á það, þá gæti það eigi farið nema yfir
lítin hluta þess.