Búnaðarrit - 01.01.1907, Síða 151
BÚNAÐARRIT
147
Áveita úr Þjórsá yfir Skeiðin er þá fyrst fram-
kvæmanleg, þegar sandfokið hjá Reykjum er heft. En
sandfokið ætti að vera auðið að hefta með görðum og
melfræsáningu.
í áætlun verkfræðingsins er skýrsla um rannsóknir
á vatni úr Hvítá og Þjórsá, er efnafræðingur Ásgeir
Torfason hefur gert, að tilhiutun Landsbúnaðarfélagsins..
Vatnið er tekið úr ánurn á tímabilinu frá 10. júní til
10. júlí, síðastliðið sumar. Birtist hér ágrip af þeim
rannsóknum, og eru töiurnar teknar eftir „Frey“.
Til samanburðar eru hér og tilfærð efni í vatni úr
ám í Danmörku, og Hörgá í Eyjafirði, er P. Feilberg
hefir iátið rannsaka.
Hvítá Djórsá Hörgá Danskar ár
Köfnunarefni . 1,73 1,06 0,25 3,0—6,6
Kaii .... . 3,1 3,3 2,70 2,0—3,0
Fosfórsýra . . . 0,5 2,2 0,21 0,12—0,2
Kalk .... . 5,7 11,8 6,6 20,0—140,0'
Leir og grugg . . 55,0 200,0 n n
Tölurnar hér að framan eru milligrömm, en 1
milligr. er ^hooo hluti úr grammi; einn pottur vegur
1000 grömm eða 2 pd.
Enn fremur hafa verið gerðar rannsóknir á jarð-
vegi írá Flóaáveitusvæðinu, og heyi af engjunum í
Skeiðháholti á Skeiðum og áveitusvæðinu á Seli í
Hrunamannahreppi. — Vatn til áveitu á Selsengjarnar
er tekið úr Litlu-Laxá. Rannsóknir þessar hefir Ásgeir
Torfason gert, en Landsbúnaðarfélagið kostað.þær.
Skýrslur um þessar rannsóknir birtast hér í heilu.