Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 154
150
BÚNAÐARRIT
Til að byrja með þurfa mennirnir ekki að vera
margir, og betri er einn en enginn; að eins að maður-
inn eða mennirnir séu starfinu vaxnir og vanir þessari
beyverkunaraðferð. Ef þessar tilraunir lánuðust vel,
mundi þeim brátt fjölga er tækju upp þá aðferð að súrsa
hey. — Búnaðarfélagið ætti einnig að gefa bændum kost
á að læra af þeim manni, er það sendir til að kenna,
með því að ferðast um með honum og vinna að súr-
heysverkuninni. Kostnaðinn við það, ætti félagið að
leggja fram að hálfu leyti, sem styrk til þessara manna.
Hinn hluta kostnaðarins ættu þeir að greiða, sem unnið
er hjá. Hæfilegt að sá, sem kennir, hefði með sér
4—5 nemendur.
Þeir sem láta búa til súrhey, ættu svo að senda
Búnaðarfélaginu skýrslu um það, og skýra frá hvernig
það hefir reynst. Slíkar skýrslur ættu að birtast í Bún-
aðarritinu. Jafnframt ætti félagið að gefa út rit um súr-
heysverkun, er skýrði í stuttu máli frá öllum helztu
reglum við þá heyverkun, og senda það út um land alt
til sölu með lágu verði.
Einar B. Guðmundsson á Hraunum skýrir frá því
1 ritgerð, þar sem minst er á súrheysverkun, að það
megi súrsa alt að helmingi þess heys, sem aflað er; en
það mun of ílagt, nema tíðarfarið neyði menn til þess.
Það er ekki gott að gefa sauðfé mikiö af súrheyi,
síst súrsaðri töðu. Meðal annars verða gólfin í húsun-
um mjög blaut; en bæta má að vísu úr því með því að
hafa trégrindur undir fénu, ofan á gólfinu. Kýr þola
töluverða súrheysgjöf þegar þær fara að venjast henni.
Eg hefi fengist við að súrsa hey í 14 ár, og farið
þar eftir ritgerðum Torfa í Ólafsdal og Kristins heitins
í Engey, er báðar hafa komið út í Búnaðarritinu. Að-
allega hefir það verið taða sem eg hefi súrsað. Að eins
einusinni hefi eg notað úthey til þess, svo nokkru hafi
numið. Það var skömmu eftir, að eg fór að gjöra til-
raunir með þessa heyverkun. Þessi tilraun með súrsun