Búnaðarrit - 01.01.1907, Side 155
BÚNAÐARRIT
151
á útheyi virtist mér benda á, ab vel mætti takast að
búa t.il súrey úr því. Þetta úthey var bæði valllendis-
■og mýrarhey, síðslegið og sinuborið. Eg lét heyið í opna
tótt, er ætluð var fyrir þurhey. Heyið var svo tyrft
strax og fergt, en svo var ekki snert á því næstu tvo
vetra. íhiðja veturinn var svo farið að taka af súr-
heyinu og var þá miðjan á því óskemd, en mikið skemt
til hliðanna. Orsakir til skemdanna voru þær, að tóttin
var hlaðinn úr torfi og grjóti og veggirnir með engum
fláa. Einnig það, að heyið var síðslegið og sinuborið,
og að vatn hafði komist að heyinu. Hefði heyið verið
notað strax veturinn eftir, mundu skemdirnar hafa orðið
miklu minni. — En úrgangurinn varð mér samt ekki
ónýtur, því eg notaði hann í flög undir þakningu.
Síðastliðið sumar súrsaði eg háartöðu og dálítið af
mýrarheyi með, milli laga. Útheyslagið var um 9 þuml.
á þykt og var í beztu verkun, enda átu það bæði kýr
og kindur með beztu lyst.
Mín skoðun er, að það sé einmitt gott að súrsa úthey
með háartöðu, Láta útheyið í lög miili háarinnar, en gæta
þess, að útheyslögin séu ekki of þykk. Verkast útheyið þá
betur, einkum ef það er mætt eða síðslegið, því háar-
taðan hefir áhrif á það til góðs og gjörir það sætsúrt á
lyktina. — Súrheyið hefir reynst mér einnig betur síð-
•an eg fór að láta hitna vel í því áður en eg fergdi það
til muna, og lyktin af því hefir verið betri.
Það hefir Borið við, að eg hefi tekið töðu frá fyrri
slætti, sem var í föngum eða drili og farin að skemm-
ast og súrsað, en látið saman við nýslegna töðu og hefir
það gefist vel. — Yfir höfuð hefir mér heppnast þessi
heyverkun vel, og tel mig heppinn að hafa byrjað á henni
því hér er oft óþurka- og úrkomusamt.
Það er fátt í þessari grein, er ekki hefir verið tekið
fram áður, af mér merkari mönnum; en tilraunir mínar
benda á, að hver meðal hygginn bóndi geti búið til súr-