Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 161
BÚNAÐARRIT
157
rýraa eina (fullstóra) kind, t. d. botnvídd 18 þuml. en
24—26 þuml. að ofan; hæð 30 þuml.; lengd eins og
stærstu kindurnar. Gott er að hafa lista innan á brún-
um kersins til að draga úr skvettum, meðan hátt er i
því. Slíkt ker kostar 8—10 kr., sé það úr sterku og
góðu efni. Er það vel baggatækt.
Sigpall er bezt að hafa til að láta baðaða féð
standa á, meðan af því sígur, og láta renna af honum
ofan í kerið. Bezt er að komast hjá að kreista úr íénu;
það er mannfrekara, þæflr ullina og verður aldrei svo
vel gert, að það ekki ódrýgi baðlöginn meira, en ef vel
sigur úr fénu. Sigpallinn má gera mismunandi eftir því
hvort hann er að eins ætlaður heimilinu eða til að
flytja. Bezt er að hann rúmi sem flestar kindur (20—
30) í einu; en upp úr baðinu fer lítið fyrir hverri kind.
Pallinn skyldi gera úr plægðum borðum (eins og
kerið), aflangan, t. d. 4 feta breiðan (mjórri ef á að
fiytja), sé listi negldur á brúnirnar, er taki 2—3 þuml.
upp; verður pallurinn eins og kálbretti eða tóbaksfjöl að
gerð. Lengdin eftir efni og ástæðum. Sé pallurinn
hafður í tvennu eða þrennu lagi, þarf sá hærri (fjær
kerinu) að vera þeim mun mjórri en hinn, er listunum
á þeim lægri nemur, og eru þá samkomuendar þeirra
listalausir. Sá hærri gengur inn á hinn. Pallurinn( arnir)
setjast þannig, að lægri gaflinn nemi á gafl kersins og
sé þar skarð í brúnalista pallsins, er renni um ofan í
kérið; halli að eins (svo sem 1 — 2 þuml.) að kerinu.
Grindum þarf að slá utan með pallinum, svo kindur
komist ekki út af. Dyr á hærri endanum til að hleypa
sígna fénu út um, smátt og smátt, er fullsigið er úr þvi.
Með þessum útbúnaði þarf 2 fulltíða menn og 2
liðléttinga til að baða, auk vatnshitunarmanns. Má
komast af með 2, ef þeir bæði nálgast kindurnar sjálflr
og hleypa út af pallinum ; en það er tafsamara. Annars
gengur böðunin svo íljótt, sem dyflð verður í kerið og
látið upp á pallinn.