Búnaðarrit - 01.01.1907, Qupperneq 162
158
BÚNAÐAKRIT
Það verður varla álitinn búhæfur maður úr þessu
sem ekki vill baða fé sitt á hverju hausti.
Bj'órn JBjarnarson.
Árið 1906.
Yfirlit þetta er, eins og undanfarin ár, bygt á skýrsl-
um, sem mér hafa verið sendar úr ýmsum sveitum lands-
ins. Þessir hafa skýrslurnar gefið: Björn Bjarnarson,
bóndi í Gröf, sr. Jón Sveinsson, Akranesi, sr. Magnús
Andrésson, Gilsbakka, sr. Vilhjálmur Briem, Staðastað,
sr. Jóhannes L. L. Jóhannsson, Kvennabrekku, sr. Bjarni
Símonarson, Brjámslæk, Samúel Eggertsson, bóndi í
Kollsvík, sr. Sigurður Stefánsson, Vigur, Guðm. G. Bárð-
arson, bóndi í Bæ, Arni Árnason, bóndi á Höfðahólum,
Jósef J. Björnsson, kennari á Hólum, sr. Jónas Jónasson,
Hrafnagili, Stefán Sigurðsson, bóndi í Ærlækjarseli, sr.
Sigurður P. Sivertsen, Hofi, sr. Björn Þorláksson, Dverg-
asteini, Ari Brynjólfsson, bóndi á Þverhamri, Þorleifur
Jónsson, bóndi á Hólum, sr. Magnús Bjarnason,
Prestbakka, Guðmundur Þorbjarnarson, bóndi á Hvoli,
Ágúst Helgason, bóndi í Birtingaholti, Guðmundur ís-
leifsson, bóndi á Háeyri, Gísli G. Scheving, bóndi í
Stakkavík.
Tíðaríár oy lir jfiing.
Vetur frá nýári. Árið byrjaði vel um alt land;
þýðviðri og blíða hélzt fram undir miðjan janúar, eftir
það var vetrartíðin fremur hörð, hagskarpt og gjaffelt,
fram um jafndægur. Mátti það heita eðlilegt votrarfar.