Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 179
BÚNAÐARRIT
175
aðgengilegra. Reynsian sýnir líka, að gott lag kemst
ekki á starfsemi nautgripafélaganna, fyr en þau fá eftir-
litsmenn.
Reykjavík í marz 1907.
Gnðjón Guðnmndsson.
Hússtjórnar- og matreiðslukensla
Jönínu Sigurðardöttur,
Veturna 1904-5, 1905-6, 1906-7.
Kenslan byrjaði um haustið 27. október 1904, og
var á þrem stöðum fram að nýári; tveim í Þingeyjar-
sýslu, Halldórsstöðum í Köldukinn og Grenivík og ein-
um bæ, Varðgjá, í Eyjafjarðarsýslu. Kenslan stóð yfi'r
viku. til hálfan mánuð á hverjum stað. í Grenivík voru
nemendur 21, en á hvorum hinna bæjanna 17.
Eftir nýár fór kenslan fram á 8 stöðum, 7 i Þing-
eyjarsýslu: Grenjaðarstað, Einarsstöðum, Stóruvöllum,
Skútustöðum, Húsavík, Draflastöðum og Ærlækjarseli og
einum bæ, Hrafnagili, i Eyjafjarðarsýslu. Kenslan stóð yfir
10—14 daga í hverjum stað. Flestir voru nemendurnir
á Húsavík 57 að tölu. Kent var þar i tveim deildum,
3 tíma á dag í hvorri. Á Skútustöðum voru 36 nem-
endur. Á hinum stöðunum 10—22.
Veturinn 1905—1906 fór kenslan fram á 12 stöð-
um, 11 daga á hverjum stað, og 4—5 stunda kensla á
dag. í Þingeyjarsýslu á Hallgilsstöðum í Fnjóskadai. í
Eyjafirði á þessum 8 bæju'm: Urðum, Völlum, Fagra-
skógi, Lögmannshlíð, Möðruvöllum (fram), Munkaþverá,
Þverá í Öxnadal og Horni í Ólafsfirði. í Skagafjarðar-