Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 184
180
BÚNAÐARRIT
áveitunni úr Þjórsá. Ánægja að geta þess, hvei lofsam-
lega skógfræðingurinn danski, Kofoed-Hansen, talar um
■starf Eyjólfs Guðmundssonar, að hefta sandinn á Landi,
sem Búnaðarfélagið hefir styrkt.
Meðal nýjunga í búnaðinum væru félagsgirðingar
fyrir afréttarlöndum; færu þær stöðugt í vöxt, og vildi
félagið geta veitt þeim ofurlítinn uppörfunarstyrk.
Forseti gat um hið nýstofnaða Búnaðarsamband
Vestfjarða. Aðalhvatamaður þess, væri Guðjón Guð-
mundsson og hefði hann starfað að stofnun þess í sam-
iráði við stjórn Búnaðarfélagsins.
Forseti gat ýmislegs fleira og sýndi fram á hvílík
iþörf væri á vaxandi fjárframlagi frá þinginu.
Forseti lagði og fram reikninga Sjóðsleifa- og Liebes-
legats 1906. í sambandi við reikning Sjóðsleifanna gat
'hann þess um Stjórnarsandinn, að helzt væri útlit fyrir
að þar yrði ekki unnið meira fyrst um sinn. Félagið
hefði boðið að leggja fram ríflegt fé til að endurbæta
.áveituna og koma henni í gott lag á ný, ef hlutaðeig-
;andi hreppsbúar vildu svo taka að sér viðhaldið, en und-
irtektirnar ti) þessa verið mjög svo daufar.
Sigurður ráðunautur Sigurðsson gat um uppástungu
ifrá Guðmundi bónda Sigurðssyni á Möðruvöllum í Kjós,
um, að einn eða fleiri menn væru látnir ferðast um
sveitir í sumar til að vinna að súrheysgerð og kenna
toændum hana. Vegna ýmsra örðugleika sem þetta hefði
i för með sér, vildi ræðumaður benda á aðra leið, þá,
að kenna súrheysgerð líkt og ætti sér stað með plæg-
ingar. Eftirfarandi tillaga frá S. S. var samþykt með
•öllum samhljóða atkvæðum:
vFundurinn skorar á búnaðarþingið að hlutast lil
um að gerðar séu tilraunir með sœthegs- eða súrhegs-
verkun á nokkrum stöðum, og i sambandi við þœr,
Jcomið á lcenslu i sœthegsgerð«.
Guðjón ráðunautur Guðmundsson vakti máls á
kláðaböðunum og gat um ritgerð um það efni, eftir