Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 197
BÚNAÐARRIT
1'93
Pramkvæmdir sjálfs Landsbúnaðarfélagsins hafa þó
•eigi aukist 2 síðasiliðnu árin að sama skapi og lands-
sjóðstillagið hefir farið hækkandi. Iíelmingur þeirrar
hækkunar hefir gengið til fjórðungafélaganna. Árin 1903
og 1904 fær Ræktunarfélag Norðurlands frá Landsbúnað-
arfélaginu 7000 kr. samtals, en 2 síðustu árin 16500
kr., og þá hefir og Búnaðarsamband Austurlands bæzt
við og fengið yfir 4000. kr.
Sjóður fólagsins var í árslokin 1904 fullar 31 þús. kr.,
en nú í árslokin 1906 fullar 55 þús. kr. Talan í reikn-
ingnum er kr. 56199,49, en frá ganga kr. 942,73 sem
óborgað var til Rf. Nl. af styrknum fyrra ár. Þessi 24
þús kr. viðauki í eftirstöðvum stafar þaðan að nú eru
þar taldar húseignirnar ásamt vátrygðum munum sem
félagið hefir eignast undanfarin ár. Fólagshúsið sjálft í
Reykjavík kostaði ca. 18500 kr., en er virt til brunabóta
21049kr., og metið meðlóð 24000 kr., og við bætast í innan-
húsmunum og bókaleifum 2500 kr. Þar koma ca. 8000
kr. til aukningar eftirstöðvum. Og húseignir félagsins
með inna.nhúsmunum á Hvítárvöllum og í gróðrarstöð hér
auka eftirstöðvar sem næst um 14000 kr. Þá eru komn-
ar 22 þús. af þessum 24, enda iætur það nærri, að hinn
virkilegi sjóðsauki bæði árin 1905 og 1906 sé um 2000
kr., og er það iitlu meira en minst má leggja upp eftir
ákvæðum laganna, þar sem 1610 kr. hafa komið inn
frá nýjum félögum.
Nú er svo komið að reiðu fé félagsins er ekki nema
15000 kr. og er það sem næst alt í bankavaxtabréfum.
Samkvæmt fyrirmælum búnaðarþingsins 1903, sem
Rtanda óbreytt, hefir stjórnin heimiid til þess, ef einhver
af hinum áætluðu gjaldliðum eigi er unninn upp, að veita
fé er því svarar umfram á öðrum liðum, ef sérstök
nauðsyn eða ákvarðanir búnaðarþingsins krefjast þess,
«nda leggist slíkar umframveitingar fyrir næsta búnað-
árþing á eftir til samþyktar.
Umframgreiðslur 1905 sem máli skifta eru þessar:
13