Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 204
200
BÚNAÐARRIT
hagstímabil, eða árin 1908 og 1909, en heldur þörf að auka,
eins og við má búast, þar sem um fé er að ræða ti)
aukinnar framleiðslu í landinu.
Til frekari skýringar skulum vér benda á hina helztu
og stærstu útgjaldapósta og fara um þá nokkrum
orðum.
Stjórnarkostnaðúr og kaup þriggja ráðunauta, ferðir
þeirra og stjórnenda og útgáfa Búnaðarritsins nemur hvort
árið nú 10,000 kr. En skrifstofukostnaður félagsins vex
eigi svo lítið við svo mun stærra húsnæði en undan-
farin ár, og má því þar búast við útgjalda hækkun á
komandi árum.
Fjórðungafélögin tvö, fyrir norðan og austan fá þetta
árið 15,000 kr. Vér búumst við að eitthvað kynni að
mega færa niður tillag til Rf. Nl., þar sem það nú hefir
haft sinn mesta stofnkostnað við að reisa hús í gróðrar-
stöð sinni við .^kureyri. Við símtal um það efni hefir
formaður Rf. Ni. taiið fært að því félagi væru ætlaðar
1000 kr. minna um næsta ár en það nú hefir þetta árið.
Um nokkra verulega niðurfærslu á fjárveitingum til fjórð-
ungafélaganna samanlagðra verður vart að ræða, þar
sem þörf er á aukastyrk á næsta ári til Bún.samb. Austl.
til að koma upp skýli við gróðrarstöðina á Eiðum.
Rf. Nl. hefir árlega prentað skýrslu sína og reikn-
inga og þessa dagana er verið að prenta skýrslu og reikn-
inga Bún.samb. Austl., og sendum vér stjórnarráðinu
þegar út kemur, væntanlega i næstu viku.
Þá ganga nú um 8500 kr. til ýmsra ræktunarfyrir-
tækja um land alt, þar af gengur til gróðrarstöðvar og
garðyrkjukenslu í Reykjavík 3000 kr. Smám saman
líður að því að stöð sú verði albrotin til sáninga og
minkar þá kostnaðurinn við hana nokkuð, þó eigi til
muna næstu árin. Aftur fara, með auknum búnaðar-
áhuga og nýjum framleiðslufyrirtækjum, kröfurnar vax-
andi um uppörvunarstyrk til ýmsra ræktunarfyrirtækja, og
skulum vér þar sérstaklega nefna vatnsveitingar. Þá eru