Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 229
BÚNAÐARRIT
225
hafði áætlað, standi óbreytt. Nefndin felst á það að
nauðsynlegt só að taka til greina styrkbeiðni frá fé-
iaginu „Nirði“ á Stokkseyri til sjógarðshleðslu, þar
sem þetta fyrirtæki er nokkurskonar framhald af
samskonar verki, sem áður hefir verið styrkt og
verður styrkt eitthvað framvegis af félaginu. Nefndin
telur einnig sjálfsagt að þessi liður gangi að mestu
leyti til Suður og Vesturlands, en fjórðungafélögunum
norðan og austanlands sé ætlað að styrkja slík fyrir-
tæki innan síns verksviðs, nema. ef um eitthvað veru-
lega stórfelt fyrirtæki er að ræða.
2. Til gróðrarstöðvar í Reykjavík leggur nefndin til að
varið sé 3000 kr. fyrra árið og 2500 kr. siðara árið.
Þessi 500 kr. liækkun fyrra árið, framyfir áætlun fé-
lagsstjórnar, byggist á því, að nefndin telur nauðsyn-
legt, að komið verði á fót, að minsta kosti 2 auka-
tiiraunastöðvum hér syðra,, annari austanfjalls en hinni
í Borgarfirði, með tilstyrk viðkomandi héraða. Á
þessum auka-tilraunastöðvum ætti sérstaklega að hag-
nýta reynslu þá sem fengin er um sáðsléttun á gróðr-
arstöðinni í Reykjavík.
Nefndin vill einnig leggja áherzlu á, í þessu sam-
bandi, að sá af ráðunautum félagsins sem hefir
gróðraitilraunimar á hendi, fái tækifæri til ferðalaga
hér sunnanlands, til leiðbeiningar í nýyrkingu lands
og grasfræsáningu.
3. Ræktunarfélag Norðurlands leggur nefndin til að fái
8500 kr. hvort árið, getur ekki fallist á að rétt sé
að hafa þá upphæð minni þegar litið er til þess, að
félagið er ungt, hefir afarmikið starf með höndum,
og hefir þegar orðið mikið ágengt.
4. Búnaðarsamband Austurlands leggur nefndin til að
fái 3500 kr. fyrra árið, auk 2000 kr. húsbygginging-
arstyrks það ár, og 4000 kr. síðara árið.
5. Til búnaðarsambands vestanlands leggur nefndin til
15