Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 256
252
BÚNAÐARRIT
3- gr-
Tillag til félagsins er io kr. í eitfc skifti fyrir öll,
ef um einstaka félagsmenn er að ræða, en félög greiða
io kr. á hverjum io árum.
4- gr-
Aðalfundur félagsins skal haldinn í Reykjavík annað-
hvort ár, á þeim tíma, er búnaðarþing félagsins á-
kveður. Forseti félagsins boðar til fundar með tveggja
mánaða fyrirvara, og skal fundarboð auglýst á sem
haganlegastan hátt. Á aðalfundum ræður afl atkvæða.
Þar skal skýra frá framkvæmdum félagssins og fyrir-
ætlunum, ræða búnaðarmálefni og samþykkja tillögur,
er lundurinn óskar að búnaðarþing félagsins taki til
greina. Aðalfundurinn kýs, auk fulltrúa til búnaðar-
þingsins, tvo yfirskoðunarmenn og tvo úrskurðarmenn,
og gildir kosning þeirra um 4 ár. Það ár, sem aðal-
fundur er eigi haldinn, skal halda ársfund, og gildir um
hann hið sama sem um aðalfund, að því undanteknu, að
þar fara engar kosningar fram.
5- gr-
Búnaðarþing félagsins er skipað 12 fulltrúum sem
kosnir eru til 4 ára. Aðalfundur félagsins kýs 4 full-
trúa og 2 til vara og sýslunefndir landsins 8 fulltrúa,
með þeim hætti að hvert amtráðssvæði er kjörsvæði
fyrir sig og kjósa sýslunefndirnar á því í sameiningu
2 fulltrúa fyrir hvert þeirra. Kosning þessara fulltrúa
fer fram á þann hátt, að sérhver sýslunefndarmaður,
sem á fundi er, greiðir atkvæði tvöfalt fleiri mönnum
en kjósa skal fulltrúa. Að lokinni kosningu sendir hver
sýslunefndaroddviti stjórn Búnaðarfélagsins endurrit af
kosningagerðinni og skal hún, er slík endurrit eru fengin,