Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 262
258
BÚNAÐARRIT.
lausamensku, heldur tók það nú að streyma í burtu
að sjónum og í kaupstaðina. Einna mestur mun
fólksstraumurinn úr sveitunum hér sunnanlands til
Reykjavíkur og að sjónum hafa verið árin 1898 — 1902.
En yflr höfuð hefir fólkinu stöðugt verið að fækka í
sveitunum fram á þennan dag.
Breytingar þær, er orðið hafa á hjúahaldinu í sveit-
unum síðustu 10—15 árin, eru því mikiar, og meiri en
nokkur hefði getað ímyndað sér fyrir þann tíma. —
Það sem er nú í vistum af vandalausu fólki eru helzt
annaðhvort unglingar innan við tvítugt eða gamalmenni.
Þar á móti er mjög fátt um fólk til sveita á aldrinum
frá 20—40 ára. Þar sem áður voru 2—3 vinnumenn
og annað eins af vinnukonum, er nú annað hvort eng-
inn eða einn vinnumaður og ein vinnukona. Einna til-
finnanlegastur mun vinnufólksskorturinn vera, eftir því
sem eg hefi spurnir af, í Borgarfirði, Húnavatnssýslu og
Skagafirði, einkum fram til dala í þessum héruðum. Er
svo sagt, að þangað fáist enginn maður og að allir bænd-
ur á þessum framdalajörðum séu einyrkjar. Sagt er og.
að á þessum dalajörðum hafi búskapur áður verið betri
en annarsstaðar, en nú sé hann lakari en alment gjör-
ist sökum fólksleysis og þar af leiðandi erfiðleika. Hér
er nú ef til vill eitthvað orðum aukið, og að þetta á-
stand eigi að eins við einstakar, afskektar og erfiðar
dalajarðir. En þótt svo kunni að vera, þá er hitt vistr
að fólksskorturinn er afar tilfinnanlegur alment, og eigi
síst í afskektum sveitum.
Kaupafólk fékst áður nokkurn veginn eins og þurfti.
Fyrir 20 árum og lengra fram fóru stórir hópar af fólki
héðan að sunnan, einkum úr Gullbringusýslu og Reykja-
vík, upp í Borgarfjörð og norður í land í kaupavinnu.
Þótti kaup þar hærra og betur borgað en hér syðra, og
fóru því flestir þangað, er vetlingi gátu valdið, t.il að leita
sér atvinnu yfir sláttinn. Og svo hefir sagt mér hrepp-
stjóri Ingvar Þoi-steinsson á Sólheimum í Svínadal í Húna-