Búnaðarrit - 01.01.1907, Side 267
BÚNAÐARRIT.
263
í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum var það svipað því,
sem hér heflr verið skýrt frá.
Yanalegt kaup kaupamanna um sláttinn var um
þetta leyti, 1885—1890, 10—12 kr. um vikuna eða 2
fjórðungar smjörs. Kaupakonum voru borgaðar 5 — 6 kr.
um vikuna. I Þingeyjarsýslu, að minsta kosti þeirri
syðri, var kaupið þó nokkuð liærra. Kaupamönnum var
goldið um vikuna 15- 18 kr. og þótti Sunnlendingum
það geip. En sláttur stóð þar vanalega skemur yfir en
víðasthvar annarsstaðar. Um þær mundir fóru nokkrir
Árnesingar norður í Þingeyjarsýsu í kaupavinnu á
hverju sumri. Bæði var það, að kaupgjaldið þótti
hátt og goldið í peningum skilvislega, og svo hitt, að
mönnum þótti frami í þvi, að kanna ókunna stigu, enda
mönnuðust sumir þeirra við þessar norðurferðir og höfðu
yfir höfuð gott af þeim.
En þetta kaupgjald, sem hér hefir verið getið um,
-er nú breytt. Kaupið hefir hækkað hin síðari ár geysi
mikið, og hækkar svo að segja árlega. — Vinríumanna-
kaup er nú orðið, þegar alt er talið, 250—300 kr.
Peningakaupið er vanalega hér sunnanlands og víðar,
150—200 kr. og einstöku manni er borgað enda
meira. Auk þess fá menn föt, 4—5 kinda fóður, sokka
•og skó og þjónustu, og þegar þetta er talið saman, nem-
ur það alt að 100 kr. Sumir vinnumenn fara enda
svo langt, að þeir auk peningaborgunarinnar og fata,
setja upp að mega haía hest á fóðri eða 2—3 vikur úr
slættinum til að heyja fyrir honum, ásamt öðrum skepn-
um. — Viimnkonukaup er nú 50—70 kr. og auk þess
einhver hlunnindi, svo sem föt, eitt eða fleiri og kinda-
föður. Daglaun verkamanna eru tíðast utan sláttar 2
lcr. auk fæðis. Búnaðarfólög hafa greitt verkamönnum
sínum jafnvel 14—15 kr. um vikuna í kaup við jarða-
bótavinnu auk fæðis. Við útivinnu að vorinu fá stúlk-
ur í kaup 3—4 kr. um vikuna og fæðí. Um sláttinn
er karlmönnum almennt goldið 14—18 kr. og stundum