Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 268
264
BÚNAÐARRIT.
meira. Kaupakonum eru borgaðar 7—9 kr. um vikuna
og þeim duglegustu 10 kr.
Einkennilegt er það, að fyrir 10—20 árum og enda
fyrir þann tíma, var kaupgjald fólks almennt lægra í
sveitunum hér sunnanlands heldur en annarstaðar á
landinu. En nú er þessu að nokkru ieyti breytt. Kaup-
gjald fólks mun einna hæst á þessum tímum í Árnes-
sýslu, Borgarfirði og Kjósarsýslu. En annars er kaup-
gjaldið svipað því, sem hér að framan er minst á, bæði
austanlands og norðan; en þar á móti mun það heldur
lægra á Vesturiandi og í Skaftafelissýslum.
Samkvæmt því, sem hér hefir verið skýrt frá, kem-
ur það í ljós, að árskaup vinnumanna hér á landi hefir frá
1870, eða þar um kring, og fram að þessu, hækkað um
alt að 300%. Kaup kaupafólks hefir á sama tíma hækk-
að um 80—120%. — Þessi kauphækkun er næstum
óeðlilega há í samanburði við framleiðslu-aukninguna,
og bændum er það því að eins mögulegt, að gjalda þetta
háa kaup, að aiiar afurðir landbúnaðarins hækki í verði
eða haldist að minsta kosti í því verði, sem á þeim er
nú. Ef verðið á þeim iækkar fram úr því, sem nú er,
þá er hætta á ferðum með þvi kaupi sem nú er alment
borgað fyrir alla sveitavinnu. Falli afurðirnar í verði,
hlýtur kaupið að lækka, eða þá að bændur verða að
draga saman seglin og minnka bú sín.
II.
I öllum löndunr er pottur brotinn og svo er það
með fólksskortinn. Það er ekki einsdæmi að hér á landi
er kvartað yfir fólksleysi. Samskonar umkvartanir eiga
sér stað um allan norðurhluta Norðurálfunnar, og jafn-
vel í sjálfri Ameríku. Skyidi maður þó síst æt)a, að
þar væri hörgull á verkalýð, en fréttirnar þaðan segja
þó, að í sumum bygðarlögum sé skortur á fólki til